Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 136
134
að þreskja hvönnina, með sláttuþreskivél, og náði mjög góðum árangir. Aíköstin eru
nú meiri við allt þurrkferlið og gæði hráefnisins betra en áður.
Hvannarhráefni hefur einkum verið safnað á eftirfarandi stöðum. í Haukadal, í
Hvalseyjum út af Mýrum, í eyjum út af Skarðsströnd, Hrísey, við Hjörleifshöfða,
undir Víkurhömrum og í Mýrdalnum auk minna magns frá bændum á Vesturlandi og
Suðurlandi. Gera má ráð fyrir að hráefnisöflunin verði sambland af ræktun og söfnun
úr náttúrunni næstu árin.
Afurðir
Þurrkað hráefni ætihvannar er sent til vinnslu í Mjólkusamlagið í Búðardal.
Sagamedica framleiðir þar svokallaðar náttúruvörur, en í því felst að þau innihalda
náttúruefni sem annað hvort eru fæðubótarefni (innihalda mest vítamín og steinefni)
eða teljast á annan hátt geta haft hollustugildi.
Þær vörur sem eru nú þegar á markaði:
• Angelica, jurtaveig. Neysla þess eykur orku, kraft og vellíðan. Angelica hefur
gefist vel hjá þeim sem eru haldnir síþreytu og hefur einnig hjálpað ýmsum sem
eru þjáðir af þunglyndi. Margskonar önnur jákvæð áhrif hafa komið fram hjá
fólki. Varan er framleidd í Mjólkursamlaginu í Búðardal. Útflutningur er hafinn til
Noregs og í minna mæli til annarra landa. Hvannarfræ eru aðalhráefnið í
Angelicu-j urtaveiginni.
• Voxis, hálstöflur. Þær mýkja háls og draga úr særindum. Reynast mjög vel og eru
eftirsóttar. Framleitt af Nóa Sírius. Útflutningur er þegar hafinn. Hvannarlauf eru
aðalhráefnið í Voxis hálstöflunum.
Þær vörur sem eru í þróun:
• SagaSkin, húðkrem sem virkar, m.a. á vægt psoríasis og fleiri húðvandamálum.
Framleitt af "Lyf og heilsu".
• SagaProst, verður næsta vara á markaði, sennilega undir öðru nafni. Það virkar á
stækkun blöðruhálskirtils og dregur úr tíðum þvaglátum á nóttu.
• Angelica-töflur, SagaGast - mixtúra fyrir erfiðleika í maga, og SagaCold fyrir
kvef og flensu.
Stefnt er að því að klínískar rannsóknir verði gerðar á áhrifum Angelicu og SagaProst.
Ef þessi áform ganga eftir þá verða, a.m.k. tvö náttúrulyf á markaði eftir 3 til 4 ár
(Steinþór Sigurðsson, munnl. 2004). Með ræktun og vinnslu jurta er vakin athygli á
náttúru Islands og ómenguðu umhverfi. Jurtir sem vaxa á íslandi eru almennt
kraftmeiri og geta haft meira af áhugaverðum lífvirkum efnum en jurtir sem vaxa við
mildari veðurskilyrði og í annars konar jarðvegi. Þessir kostir eru jákvæðir fyrir þróun
á og markaðssetningu Islenskra náttúruafurða.
Lokaorð
Hvannarræktun er vel möguleg hér á landi, en helsta fyrirstaðan er léleg
spírunarprósenta og samkeppni við illgresi, en það gildir almennt varðandi ræktun
lækningajurta. Ræktun í gegnum plast hefur reynst mjög vel og gefur plöntunum
jafnan og góðan vöxt. Blaðlús sækir að hvönn og getur komið í veg fyrir góða