Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 137
135
uppskeru fræja, með því að stöðva vöxt á blómstigi. Kanna þarf betur aðferðir til að
auka spírunarprósentuna og til að koma í veg fyrir skemmdir af völdum blaðlúsar.
Vel gengur að safna hvönn með verktökum en mikilvægt er að koma upp betri
þurrkaðstöðu í nágrenni Skarðsstrandar, í Hrísey, í Mývatnssveit og hugsanlega víðar.
Rannsóknir á lífvirkum efnum ganga vel og framundan eru klínískar rannsóknir á
áhrifum nokkurra afurða úr íslenskri ætihvönn. Slíkar rannsóknir eru næstu skref í
áttina að því að markaðssetja ætihvannarafurðir sem náttúrulyf. Ferlið getur tekið um
þrjú til fjögur ár. Markaðssetning á afurðunum gengur nokkuð vel. Innlendi
markaðurinn er í raun tilraunamarkaður og getur engan veginn staðið undir
vöruþróun. Nýjar vörur verða væntanlega prófaðar hér á landi í 6 til 8 mánuði áður en
þær fara á erlendan markað. Markaðsátak er nú í gangi í Noregi en vömmar má finna í
minnst fimm öðmm löndum nú þegar. Horfumar em því mjög góðar, hvað varðar
ræktun, nýtingu og þróun afurða úr íslenskum lækningajurtum.
Heimildir
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir, 1992. íslenskar lækningajurtir. Söfnun þeirra, notkun og áhrif. Islensk
náttúra IV. Öm og Örlygur. 240 s.
Bertalan Galambosi, 1994. Ökologisk urtedyrkning i Norden. Infosenteret, Forskningsparken i Ás, A.S.
120 s.
Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, 2001. Ætihvönn - ræktun og nýting. Nýsköpunarverkefni námsmanna,
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri - Lífræn miðstöð. 24 s.
Ingólfur Guðnason, 2004. Munnleg heimild. Eigandi fyrirtækisins, Grasnytjar ehf. frá Engi í Laugarási.
Hann ræktar og selur krydd-, te- og lækningajurtir. 16. janúar 2004.
Jón Gunnlaugsson, 2004. Munnleg heimild. Eigandi fyrirtækisins, fsplöntur í Hveragerði, er framleiðir
jurtate og jurtahylki, frá eigin söfnun og ræktun. 15. janúar 2004.
Steinar Dragland, 2000. Kvann- botanikk, innholdsstoff, dyrking, hösting og foredling. Grönn
forskning nr. 08/2000 - Planteforsk. 32 s.
Steinþór Sigurðsson, 2004. Munnleg heimild. Aðstoðarmaður Sigmundar Guðbjamarssonar hjá
Raunvísindastofnun Háskóla íslands. 16. janúar 2004.
Þráinn Þorvaldsson, 2004. Munnleg heimild. Framkvæmdastjóri SagaMedica. 17. janúar 2004.