Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 138
136
Tegundablöndun birkis og fjalldrapa í náttúrunni
Kesara Anamthawat-Jónsson og Ægir Þór Þórsson
Líffrœðistofnun Háskólans, Náttúrufrœðahúsið, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík
Útdráttur
Genaflæði getur orðið til við kynblöndun tegunda og endurteknar bakvíxlanir á milli
þeirra. Genaflæði milli birkis (Betula pubescens, ferlitna, 4x = 56) og fjalldrapa
(Betula nana, tvílitna 2x = 28) hefur sést á Islandi en þar er skörun á búsvæði þeirra
og blómgunartíma. Þrílitna blendingar (3x = 42) milli tegundanna hafa orðið til við
víxlanir og tilvist erfðamengja þeirra beggja hefur verið staðfest með kortlagningu
gena þar sem þáttapörunaraðferðum og flúrmerkingum var beitt. Blendingamir liggja
á milli foreldrategundanna hvað útlit og vaxtarform varðar. Þeir em ekki alveg ófijóir
og geta því bakvíxlast við foreldrategundimar og eignast afkvæmi sem em mjög
mismunandi að útliti og geta verið tví-, þrí- eða fjórlitna. Mislitna einstaklingar hafa
aldrei fundist en það bendir til þess að stjóm sé höfð við meiósu eða til ákveðins vals
á kynfmmum. Nú hafa niðurstöður víxlananna verði staðfestar með rannsóknum á
plöntum úr náttúmlegum birkiskóglendum á íslandi. Með mati á útliti, litninga-
talningum og sameindaerfðafræðilegum aðferðum hefur verið sýnt fram á að
genaflæði verður í náttúmnni, í báðar áttir en ekki aðeins frá fjalldrapa til birkis eins
og áður var talið. Tegundablöndunin er vafalaust mikilvægt fyrirbæri í þróunarsögu
birkis hérlendis. Genaflæði vegna tegundarblöndunnar virðist hafa hlutverk í viðhaldi
erfðabreytileka sem er mikilvæg undirstaða fyrir íslenskt birki til að lifa af í
breytilegum og erfiðum umhverfi.
Birkiskógur
Björk er skilgreind hér sem ætkvíslin Betula L., og inniheldur á íslandi birki/ilmbjörk
(B. pubecens/B. odorata, ferlitna tegund, 4x = 56), fjalldrapa (B. nana, tvílitna tegund,
2x = 28), tegundablending birkis og fjalldrapa (þrílitna birki, 3x = 42) og afkvæmi
þeirra (4x, 3x, 2x) vegna genaflæðis á milli tegundanna við tegundablöndun
(Anamthawat-Jónsson & Tómasson 1990; Thórsson et al. 2001; Anamthawat-Jónsson
2003; Anamthawat-Jónsson & Thórsson 2003). Birki er norður-evrópsk tegund sem
hefur útbreiðslu austur til Síberíu, vestur til Grænlands, norður til nyrsta svæðis
Skandinavíu og suður til Mið-Evrópu (Atkinson 1992). Auk birkis er í Evrópu einnig
að finna aðra bjarkartegund; hengibjörk (B. pendula/B. verrucosa, tvílitna tegund), en
hún er algengari en birki. Útbreiðsla hennar nær meira suður en hjá birkinu, s.s. til
Spánar, Ítalíu og Grikklands, og nyrstu svæði hengibjarkar em rétt yfir miðja
Skandinavíu. Hún nær hvorki til íslands né Færeyja. Hengibjörk er hraðvaxta tegund
og því mikið ræktað fyrir timbur- og pappírsiðnað. Dvergbjörk eða fjalldrapi, er hins
vegar ekki eingöngu evrópsk heldur pólhverf tegund sem finnst norðar en birki og
einnig hærra á fjöllum (de Groot et al. 1997). Fjalldrapi er flokkaður í undirætt Nanae
í bjarkarættinni Betulaceae, og svo er hann í meiri fjarlægð þróunarfræðilega frá birki
og hengibjörk sem bæði em í undirætt Albae. Bjarkartegundir mynda stóra hluta
náttúmskóga og skóglendi í Evrópu.