Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 139
137
1. mynd. Birki tré. Bifröst, Borgamesi.
Einungis 2% af upprunalegum náttúruskógum er eftir í Evrópu (European Union
COST project report 1999). Af þessum skóglendum eru 50% í Rússlandi, en 40% er
að fmna í Svíþjóð, Finnlandi, Frakklandi, Spáni, Noregi og Þýskalandi, en að öðru
leyti dreift um Evrópu. Hlutfallslega er skógur mjög lítill á íslandi, en hann tapast
mjög hratt og vandamálið tengist birki af því að birki er eina trjátegundin sem myndar
náttúrlega skóga á íslandi. Birkiskógar þekja einungis 1% landsins, en þá er að finna í
flestum landshlutum, frá sjávarborði og allt upp í 620 metra hæð yfir sjávarmáli. Þeir
veita ýmiss konar jarðyrkju og búskap skjól. Birkiskógar eru eftirsóttir til útivistar og
hýsa sérstakt lífríki sem menn njóta á margvíslegan hátt. Það er ekki síst við vemdun
viðkvæms fokjarðvegs fyrir vind- og vatnsrofi sem verðmæti íslenskra birkiskóga er
fólgið. Raunar er talið, að sú hnignun landgæða sem hófst hér við landnám og
eyðimerkurmyndun sem á sér nú stað á 40% af flatarmáli landsins stafi fyrst og fremst
af eyðingu birkiskóganna.
Tegundablöndun (interspecific hybridization)
Forsenda fyrir hagnýtingu og varðveislu erfðaauðlinda plöntutegunda í náttúmnni er
þekking á erfðagmnni og erfðabreytileika þeirra. Plöntutegundir hafa aðlagað sig að
íslensku umhverfi undanfarin árþúsund með náttúmvali, og felst verðmæti
erfðaauðlinda innlendra tegunda ekki síst í þeirri aðlögunar- og vaxtargetu sem þróast
hefur að sértækum skilyrðum í aldanna rás. Aðlögun er flókið fyrirbæri sem stýrist af
mörgum þáttum, m.a. erfðabakgrunni arfgerða, eðlisumhverfi, vistkerfi, áhrifum
nianna og húsdýra hans o.fl., og erfitt er að draga þau áhrif í dilka.
Þekking á erfðum íslensks birkis eða bjarkartegunda almennt er takmörkuð. Á íslandi
er birki yfirleitt kræklótt og nokkrar kenningar era til staðar um áhrif erfða og/eða
umhverfis á útlit þess. Sterkasta kenningin er erfðablöndun (introgressive
hybridization), þar sem genaflæði gerist á milli tegunda við tegundablöndun og
bakvíxlun. Mörg dæmi er að finna um slíka erfðablöndun í náttúmnni (Briggs &
Walters 1997). Með erfðablöndun hefur birkið hugsanlega komið fram með hagstæða
eiginleika við sérstakar aðstæður sem taldar em komnar frá fjalldrapa. Þessar