Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 140
138
tegundir lifa meðal annars á íslandi þar sem vaxtarsvæði þeirra hafa skarast og
vaxtartími hefur orðið samstilltari. Talsverður munur er á þessum plöntum hvað
varðar útlitseinkenni og vaxtarlag (Walters 1964). Fjalldrapi (Betula nana L.), eins og
nafnið "dwarf arctic birch" gefur til kynna, er smágerð og lágvaxin. Karlrekill
fjalldrapans er uppréttur og vemdaður af brumshreistri á vetuma, laufblað er smátt og
nær kringlótt (orbiscular) og blaðabrún bogtennt (crenate). Tegundin er talin
einsleitur hópur og því lítill munur á milli einstakra plantna, en hér á íslandi hefur hún
verið tiltölulega breytileg. Birki (B. pubescens Ehrh.), eins og nafnið “pubescent tree
birch” gefur til kynna, er tijákennt með loðnum ungsprotum. Karlrekill birkisins er
slútandi og óvarður að vetri, laufblað sem er frekar stórt er egglaga (cordate) og
blaðabrún sagtennt (dentate). Birki er hins vegar mjög fjölbreytilegur hópur og er
þess vegna gefið safnheitið B. pubescens sensu latu (Löve & Löve 1956) og
inniheldur margar undirtegundir (Walters 1964). Talið er að breytileikinn í íslenska
birkinu (B. pubescens subspecies tortuosa) sé til kominn vegna erfðablöndunar birkis
og fjalldrapa (Gröndved 1942; Elkington 1968; Anamthawat-Jónsson & Tómasson
1990; Thórsson et al. 2001). Tegundimar geta myndað þrílitna blendingsplöntur og
þar sem plantan er ekki alveg ófrjó getur hún svo bakvíxlast við birki og þannig flyst
erfðaefnið yfir í birkið.
2. mynd. Litningafjöldi í Betula tegundum: (a) ferlitna birki (4x = 56), (b) þrílitna
blendingur birkis og fjalldrapa (3x = 42), og (c) tvílitna fjalldrapi (2x = 28).
Náttúmlegir (þrílitna) blendingseinstaklingar em taldir hafa fundist á íslandi (Löve &
Löve 1956), Norður-Skotlandi (Kenworthy et.al. 1972) og Finnlandi (Sulkinoja &
Valanne 1980) en við emm fyrsti hópurinn sem birtir sannfærandi talningu á
litningum og gerir úttekt á umfangi tegundablöndunar í náttúmnni (Thórsson et al.
2001; Anamthawat-Jónsson & Thórsson 2003). Áskell Löve (munnl. uppl. 1982)
ályktaði, að þar sem blendingurinn er mjög sjaldgæfur og ófijór gæti hann ekki víxlast
við foreldrategundimar og þannig væri erfðablöndun ólíkleg. En okkar
fmmuerfðafræðirannsóknir á birki með stýrðum víxlunum (Anamthawat-Jónsson &
Tómasson 1990) sýndu að genaflutningur frá fjalldrapa til íslenska birkisins gæti gerst
í gegnum þrílitna blendinga þar sem blendingunum er æxlað við íslenska birkið.
Útkoman væri birki með nokkur einkenni frá fjalldrapa. Næsta skref var að staðfesta
tegundablöndun í náttúmnni. Þá kom okkur skemmtilega á óvart að tegundablöndun
er ekki bara til staðar í náttúranni en gerist í hárri tíðni. Fjalldrapamóðir virðist
mynda blendingsafkvæmi undireins ef fijókom birkis er ríkjandi í loftinu
(Anamthawat-Jónsson & Tómasson 1999). Fræ, sem safnað hefur verið af
fjalldrapaplöntum í grasagarði í Reykjavík og í mýri í Turku, suður í Finnlandi, spíra