Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 141
139
mjög vel en flestar fræplöntumar em ekki fjalldrapi heldur þrílitna blendingar
(niðurstöður óbirtar). Það er enginn vafi að tegundablöndun birkis og fjalldrapa í
náttúmnni er mun algengari en haldið var, og þegar tegundablöndun verður svona
algeng em erfðablöndun og genaflæði óhjákvæmileg.
Erfðablöndun (introgressive hybridization, introgresion)
Rannsóknir okkar (Thórsson et al. 2001) hafa sýnt fram á að erfðablöndun á sér stað í
báðar áttir, þannig er genaflæði ekki bara frá fjalldrapa til birkis eins og viðurkennt
hefur verið í áratugi, en líka í öfuga átt. Eins og sést í myndinni (3. mynd), em bæði
birki og fjalldrapi mjög breytileg. Lögunargildi (morphology index) þeirra er vítt og
skarast, og erfitt er að aðgreina plöntur sem hafa lögunargildi á millistigi hvort þær
eru birki, fjalldrapi eða blendingur. Þrílitna birki (tegundablendingur birkis og
fjalldrapa) er ekki alltaf frábmgðið birki og fjalldrapa hvað svipgerð varðar.
Lögunargildi bjarkar byggist á svipgerð sem er ekki breytileg vegna umhverfis, og
dæmi em laufblaðalögun, lengd blaðstilks, loðinn kvistur eða snoðinn, lögun
frævængja ofl. (Clapham et al. 1962; Elkington 1968; Kenworthy et al. 1972). Birki
og fjalldrapi frá suður svæðum eins og í suður Skandínavíu, Evrópu og Englandi, þar
sem náttúmástand er ekki talið hentugt fyrir erfðablöndun, hafa miklu þrengra
lögunargildi. Án þess að geta greint tegundir eftir litningum eða litnun (ploidy), er
ekki hægt að greina hvort genaflæði á sér stað og ef svo hvemig. Við höfum fengið
þessarar niðurstöður ekki síst vegna þess að við höfum þróað aðferð til
litningagreininga úr laufblöðum tijátegunda (Anamthawat-Jónsson 2003).
3. mynd Tvíhliða erfðablöndun birkis og fjalldrapa í tíu skóglöndum um allt land
(Bidirectional introgression: Thórsson og Anamthawat-Jónsson et al., óbirt).
Lögunargildi plantna er á x-ási þar sem lágar tölur tilheyra tvílitna fjalldrapa en hærri
tölur tilheyra birki. Á y-ási er fjöldi plantna sem hefur ákveðið lögunargildi. Þrílitna
blendingar (3x = 42, rautt) líkist fjalldrapa og birki, en plöntur sem hafa
blöndunarútlit geta verið þrílitna blendingar, tvílitna (2x = 28, gult) fjalldrapa eða
ferlitna (4x = 56, blátt) birki. Fjalldrapi og íslenskt birki líta ekki alltaf eins út og
hreinar tegundir.
Erfðablöndunin hefur án efa víða haft áhrif á útlit, eðliseiginleika og aðlögunargetu
íslenskra birkikvæma. Hún er þó ekki einn af mörgum erfða- og umhverfisþáttum