Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 145
143
Karólína - hermilíkan fyrir fóðurmat mjólkurkúa
Jóhannes Sveinbjörnsson og Bragi L. Ólafsson,
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
1.Inngangur
Hér á eftir verður gerð grein fyrir verkefni sem hófst á RALA árið 2001 undir nafninu
“Fóðurmatskerfi fyrir mjólkurkýr byggt á hermilíkönum af meltingu og efnaskiptum”.
Verkefnið er hluti af samnorrænu verkefni (NKJ-111) sem í taka þátt auk íslendinga;
Danir, Svíar, Finnar og Norðmenn, og er framhald af NKJ-verkefni-89 sem sömu
þjóðir unnu að á árunum 1994-1998. Það verkefni snerist um að þróa hermilíkan af
áti, meltingu og uppsogun næringarefna hjá mjólkurkú. í nýja verkefninu er verið
þróa líkanið áfram þannig að það taki einnig til efnaskipta skepnunnar og sé þar með
fært um að spá fyrir um afurðamyndun út frá upplýsingum um eiginleika fóðursins og
skepnunnar. Verkefnið er fjármagnað af Framleiðnisjóði landbúnaðarins,
Rannsóknaráði íslands og Rannsóknastofnun landbúnaðarins. f þessari grein verður
helstu hlutum líkansins lýst með það fyrir augum að gefa hugmynd um eðli
viðfangsefnisins, og síðan gerð grein fyrir niðurstöðum prófana á líkaninu.
2. Lýsing á líkaninu
Hermilíkanið Karólína (vinnuheiti!) er byggt upp af nokkrum grunneiningum. Fyrst
eru teknar inn upplýsingar um kúna og fóðrið og meltingu fóðurefna í hinum ýmsu
hlutum meltingarvegarins lýst. Niðurstöður þess eru efni sem uppsoguð eru frá
meltingarfærunum og nýtt í efnaskiptum kýrinnar, sem lýst er í nokkrum hlutum sem
hver um sig tekur til efnaskipta í ákveðnum vefjum eða vefjaflokkum. Lokaniðurstaða
Karólínu er magn og samsetning framleiddrar mjólkur, orku- efna- og þungajafnvægi
kýrinnar. Hér á eftir verður leitast við að gefa nokkurt yfirlit um þessar grunneiningar
líkansins. Byggt er lauslega á nýritaðri lýsingu á Karólínu (Danfær, 2003) og ekki
síður ýmsum gögnum frá vinnuhópnum sem unnið hefur að líkaninu síðustu 3 árin (H.
Volden, A. Danfær, P. Huhtanen, P. Udén & J. Sveinbjömsson, 2004, óbirt gögn).
Annarra heimilda en þessara verður getið sérstaklega.
Karólína er skrifuð í myndrænu forritunammhverfi, Powersim®. Allar upplýsingar
um fóðrið, skepnuna og annað er líkanið þarf að vita em settar inn í Excel-töflureikni
og þangað nær Powersim-líkanið í þær, keyrir líkanið í þann tíma sem um er beðið, og
færir svo niðurstöðumar aftur inn í Excel. Hver keyrsla í líkaninu, þar með talið
innmötun upplýsinga, tekur 3-5 mínútur með sæmilega hraðvirkri tölvu.
Tilraunaútgáfa af líkaninu hefur verið sett upp til að keyra í gegnum veraldarvefinn, á
slóðinni http://www.nifiord.dk/. Hún er forrituð í öðm og mun hraðvirkara
forritunarumhverfi og koma niðurstöðumar því á augabragði. Þessi útgáfa er ekki sú
nýjasta, gefur bara niðurstöður meltingar (AAT o.fl.) en búast má við því að nýjasta
útgáfan sem gefur mjólkurframleiðsluspá einnig verði sett á netið fljótlega.
2.1. Upplýsingar inn í líkanið
Fóðurupplýsingar
Til þess að líkanið geti unnið þarf eftirfarandi upplýsingar um fóðrið:
• Át, kg þe/dag
• Efnasamsetning fóðursins (kg/kg þe.)
o Hráprótein
o Hráfita