Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 149
147
sem tekur á þessu vandamáli og er jafnframt hæf til almennrar notkunar. Við þróun á
þessum hluta Karólínu var hins vegar gerð tilraun til að nálgast þetta vandamál.
Leysanlega próteininu er skipt í fjóra hluta, sem eru (Udén, 2000):
• Leysanleg prótein; brotna niður í peptíð með hraðastuðlinum Kdieysp =2,5;
(250% á klst.)
• Peptíð; brotna niður í amínósýrur með hraðastuðlinum Kdpeptía = 1,2; (120% á
klst.)
• Amínósýrur; brotna niður í ammóníak með hraðastuðlinum Kda.s.= 4,0 (400%
á klst.)
• Ammóníak (NH3/NH4+); í því formi teljast köfnunarefnissamböndin
niðurbrotin að fullu.
Sérstakar reikniformúlur eru fyrir annars vegar gróffóður og hins vegar kjamfóður til
að skipta leysanlega hluta próteinsins í þessa undirflokka, þar sem ekki er reiknað
með að þessar stærðir séu almennt mældar í fóðri. Flæðihraði (Kp) fyrir óniðurbrotið
fóðurprótein út úr vömbinni hefur sama gildi og KpNDF, þ.e. fylgir föstum fasa, en
leysanlegu N-samböndin fylgja vökvafasa sem hefur mun hærri Kp-stuðul.
Orverupróteinmyndun
Eins og aðrar lifandi verur hafa örverumar í vömbinni það meginmarkmið í lífinu að
vaxa og fjölga sér, þó svo þeirra bíði síðan beisklegur aldurtili þegar þær yfirgefa
vömbina og em meltar í mjógimi og sjá þar með jórturdýrinu fyrir verulegum hluta af
amínósýruþörf þess. Meira um það síðar, en í Karólínu stýrist vöxtur örveranna í
vömbinni einkum af þrennu:
a) Framboði orku (á formi ATP) sem örverunum stendur til boða, en ATP losnar
við gerjun kolvetna yfir í stuttkeðja fitusýmr og gas, og ræðst því ATP-
framboðið af gerjunarhraðanum.
b) Viðhaldsþörfum örveranna fyrir ATP. Því hraðari sem umsetning örveranna
er í vömbinni, því lægra hlutfall af því ATP sem í boði er fer til viðhalds.
ATP til vaxtar = ATP framboð - ATP til viðhalds.
c) Nýting örveranna á ATP til vaxtar lækkar ef styrkur NH3 í vambarvökva fer
niður fyrir ákveðin mörk.
Varðandi síðasttalda atriðið er rétt að hafa í huga að tegundir örvera í vömbinni em
margar og næringarþarfir þeirra ólíkar. Sumar nota þannig nánast eingöngu
ammóníak (NH4+/NH3) til uppbyggingar á örvempróteini á meðan aðrar þurfa í
einhveijum mæli amínósýmr og jafnvel peptíð (Broderick et al., 1990). í Karólínu er
ekki gerð tilraun til að lýsa viðbrögðum ólíkra tegunda örvera við
næringarefnaframboði heldur er reynt að lýsa örvemmassanum sem einni heild.
Ásamt N-samböndum og ATP þarf kolefni til örvemuppbyggingar. Að því leyti sem
ammóníak er notað í stað amínósýra til örverupróteinmyndunar þarf að bæta við
“kolefnisgrindum”. í þeim tilgangi er notaður hluti af kolefninu sem losnar við gerjun
einsykra og afamínemn amínósýra. Reiknað er með að 58,7 % örverumassans sé
hráprótein, tæp 30% ýmis kolvetnasambönd, og 12,5 % fita. Tillit er tekið til þessara
hlutfalla þegar umsetning örveranna á köfnunarefni (N) og kolefni (C) er reiknuð.
Karólína vinnur raunar í mólum af N og C þannig að tryggt er að jafnmikið af þessum
efnum kemur út úr hverjum hluta líkansins eins og fer inn.