Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 150
148
Fitumelting í vömb
Glyseríðhluti fitu í fóðri er gerjaður í vömb eins og áður var getið. Fitusýruhlutinn
reiknar líkanið hins vegar með að sé að hluta tekinn upp í örverur en að hinn hlutinn
fari óumbreyttur aftur í smáþarma.
2.3. Melting í smáþörmum
Eftirfarandi flokkar kolvetna berast til smáþarma:
a) kolvetni sem eru meltanleg í smáþörmum, aðallega sterkja og sykrur
b) geijanlegt NDF - sem ekki hefur náð að gerjast í vömb
c) ógeijanlegt NDF
d) geijanleg kolvetni í örverum
e) ógeijanleg frumuveggskolvetni í örverum
Það er aðeins sá fyrsttaldi af þessum flokkum sem meltist í smáþörmunum og er
uppsogaður þar á formi glúkósa. Þar sem fóðrið flæðir 5-10 sinnum hraðar í gegnum
smáþarma en vömb er þó ávallt einhver hluti af flokki a) sem fer ómeltur í gegnum
smáþarmana ásamt flokkum b) til e) auk kolvetna sem myndast í slímhimnu
smáþarma (múkósi/slím).
N-sambönd sem berast til smáþarma eru eftirfarandi:
a) leysanlegt prótein, peptíð og amínósýrur úr fóðri
b) torleyst, meltanlegt fóðurprótein
c) ómeltanlegt fóðurprótein
d) meltanlegt örveruprótein
e) ómeltanlegt örveruprótein
f) meltanlegt prótein er myndast í smáþörmum
g) ómeltanlegt prótein er myndast í smáþörmum
h) NELtVNHa
Flokkamir a), b), d) og f) meltast að stærstum hluta í smáþörmum og eru teknir upp
sem amínósýrur þaðan, en vegna hins hraða flæðis í gegnum smáþarma sleppur lítill
hluti þeirra ómeltur í gegn ásamt flokkum c), e) og g)
Fitusýrur sem finna má í smáþörmum eru af eftirfarandi uppruna:
a) úr fóðri
b) úr örverum
c) myndaðar í smáþörmum
Hver þessara flokka er að ákveðnum hluta (75-90%) meltanlegur/uppsoganlegur í
smáþörmum, en lítill partur af meltanlega hlutanum flæðir þó út úr smágimi ásamt
ómeltanlega hlutanum.
2.4. Melting í víðgirni
Örverumar í víðgiminu hafa til ráðstöfunar það sem sleppur ómelt í gegnum
ensímmeltingu smáþarmanna og er á annað borð gerjanlegt. Af kolvetnum er þar um
að ræða: sterkju og sykur, geijanlegt NDF, gerjanleg kolvetni úr örverum, kolvetni
mynduð í þörmum og kolefnisgrindur úr próteingeijun. Örvemmar gerja þessi hráefni
yfir í stuttkeðja fitusýmr (ediks- própíon- og smjörsým), metan og koldíoxíð; en nota
einnig hluta til myndunar á örvemmassa (kolvetni, prótein og fitu). Þau
kolvetnasambönd sem ekki meltast í smáþörmum né era gerjuð í víðgimi, koma út
með saumum. Stærsti kolvetnaflokkurinn þar er úr NDF í fóðri. Gerjun í víðgimi er
mun óhagstæðari en geijun í vömb að því leyti að örveramar sem myndast í
víðgiminu era ekki meltar og próteinið í þeim nýtist því skepnunni ekki, heldur kemur
út í saumum.