Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Qupperneq 151
149
í þessu samhengi má geta þess að meðal þeirra breyta sem hafa verið skoðaðar við
prófun líkansins er magn einstakra efna sem skila sér út með saur, svo sem NDF og
hráprótein. Þessar stærðir er tiltölulega auðvelt að mæla með góðri nákvæmni í
tilraunum, mun auðveldara heldur en flæði efna í gegnum hina ýmsu hluta
meltingarvegarins, sem krefst notkunar á s.k. fistúlum, t.d. við skeifugöm.
2.5. Uppsogun næringarefna
Eftirfarandi næringarefni era uppsoguð frá hinum ýmsu hlutum meltingarfæranna;
• stuttkeðja fitusýrar (edikssýra, própíonsýra, smjörsýra) - aðallega frá vömb
en einnig frá víðgimi;
• glúkósi, amínósýrar og fitusýrar frá mjógiminu;
• NH//NH3 er uppsogað frá öllum hlutum meltingarvegar
í þeim hlutum Karólínu er snúa að efnaskiptum (sjá hér á eftir) er því lýst hvemig hin
uppsoguðu næringarefni era umsett og nýtt til framleiðslu á mjólkurefnum og
líkamsvef.
2.6. Efnaskipti meltingarvegar og tengdra vefja
í þessum hluta Hkansins er fjallað um þá vefi sem skila blóði í portæðina (sem síðan
flytur það til lifrar). Auk þekjuvefjar meltingarfæranna er um að ræða bris, milta og
netjumör. Sameiginlega era þessir vefir uppá ensku kallaðir PDV= portal drained
viscera. Öll næringarefni sem tekin era upp frá meltingarvegi fara um PDV. Sum
þeirra fara beint í gegn til lifrar (með portæð) eða í sogæðar og er ekki fjallað nánar
um þau í bili. Hins vegar skal hér gerð grein fyrir helstu efnaskiptum sem eiga sér
stað í PDV skv. því sem líkanið lýsir. Rétt er að hafa í huga að upptaka næringarefna
inn í PDV á sér ekki eingöngu stað frá meltingarfæram heldur einnig úr slagæðablóði.
í líkaninu er gert ráð fyrir að 80% af uppsogaðri smjörsýra verði að 3-hydroxy-
smjörsýra í PDV(Kristensen et al., 1998). Glúkósi er uppsogaður bæði frá
meltingarfæram og úr blóði og er í PDV að hluta umbreytt í mjólkursýra (laktat),
glyseról-P (notast til esteranar á uppsoguðum fitusýram) og til framleiðslu á
kolvetnum í slímhimnu þarma (múkósi). Framleiðsla á próteinum í slímhimnu þarma
(ensím o.fl.) er annars vegar frá amínósýram sem era teknar upp úr þörmum og hins
vegar frá amínósýram úr blóði. Fitusýrar era einnig teknar upp úr blóði til
framleiðslu á fitu í þarmavegg. Reiknað er með að orkunotkun í PDV sé 80% af
orkunotkun lifrar (Danfær, 1999) og er séð fyrir því með oxun á glúkósa og edikssýra
frá blóði.
2.7. Efnaskipti í lifur
Lifrin er miðstöð allrar stjómunar á efnaskiptum. Samsetning þeirra næringarefna er
út úr lifrinni koma er aðlöguð þörfum ytri vefja líkamans, og er töluvert frábragðin
samsetningu næringarefna sem uppsoguð era frá meltingarfærum (Danfær, 1994).
Lifrin tekur við næringarefnum annars vegar frá PDV í gegnum portæðarblóð og hins
vegar frá ytri vefjum með slagæðablóði. Með portæðablóðinu koma edikssýra,
própíonsýra, smjörsýra, 3-hydroxy-smjörsýra, glúkósi, mjólkursýra, amínósýrar,
púrín, pýrimídín, NH4VNH3 ásamt öðram NPN-samböndum. Með slagæðablóði
koma mjólkursýra, glyseról, amínósýrar og fitusýrar. Edikssýra, 3-hydroxy-
smjörsýra og glúkósi umbreytast skv. líkaninu ekki í lifrinni, heldur fara út í ytri vefi
líkamans. Þeir efnaskiptaferlar sem lifrarhluti líkansins lýsir era glúkósanýmyndun
(glukoneogenesis), nýmyndun ketónefna (ketoneogenesis), lípópróteinframleiðsla,
deaminering amínósýra, amínósýraframleiðsla og myndun þvagefnis.
Próteinumsetningu lifrar er ekki lýst í smáatriðum þar sem gert er ráð fyrir að