Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 152
150
framleiðsla próteins í lifur sé jafn mikil og niðurbrot þess. Hins vegar er tekið tillit til
orkuþarfar vegna umsetningar próteins við útreikninga á heildarorkunotkun lifrar.
Möguleg hráefni til nýmyndunar á glúkósa í lifur eru própíonsýra, ketósýrur,
mjólkursýra og glýseról. Edikssýra og ketónefni eru mynduð í nokkrum mæli í lifur
úr fitusýrum, og tríglyseríð sem notast í lípópróteinmyndun verða til úr fitusýrum og
glýseróli. U.þ.b. helmingurinn af púrínum, pýrimídínum o.fl. sem lifrin tekur upp fara
í að mynda kjamsýrur, en restin fer út með þvagi. Amínósýrur em ýmist
afamíneraðar yfir í ketósýmr og NH47NH3 eða yfirgefa lifrina til að sjá fyrir þörfum
ytri vefja/líffæra. NH4+/NH3 birgðir lifrarinnar em ýmist komnar úr afamínemðum
amínósýmm eða em teknar upp úr portæðablóði og verður svo að þvagefni sem ýmist
er skilið út með þvagi eða fer aftur inn í meltingarveginn.
Orkunotkun lifrarinnar reiknast út frá ATP-þörf til framangreindra uppbyggingarferla,
vegna próteinumsetningar og vegna ýmissa grunn-efnaskipta í lifrinni (jónaflutningar,
viðhald fruma o.s.frv.) Gmnnþörfin fyrir ATP er í líkaninu háð þunga kýrinnar, stöðu
á mjólkurskeiði og áti. Orkuþörf lifrarinnar er mætt með oxun própíonsým,
smjörsýra, ketósýra og fitusýra.
Styrkur efnaskiptahormóna (vaxtarhormóns, glúkagons og insúlíns) í blóðvökva
(plasma) reiknast í líkaninu sem fall af stöðu kýrinnar á mjólkurskeiði. Styrkur
glúkagons eykst einnig vegna aukinnar uppsogunar á amínósýmm (Danfær et al.,
1995) og styrkur insúlíns eykst vegna aukinnar glúkósaumsetningar í blóði.
Insúlínstyrkurinn er vaxandi en styrkur vaxtarhormóns sem og hlutfall glúkagons á
móti insúlíni er fallandi eftir því sem líður á mjólkurskeiðið. Þessar breytur notast að
hluta við stjómun á útdeilingu næringarefna milli ytri vefja og að hluta við stjómun á
efnaskiptaferlum innan fmmanna. I líkaninu hefur hækkað glúkagon/insúlín- hlutfall
hvetjandi áhrif á eftirfarandi ferla í lifur: glúkósanýmyndun frá própíonsým,
ketósýmm og glyseróli, nýmyndun ketónefna og afamínering amínósýra.
2.8. Útdeiling næringarefna frá blóði
í blóði (utanframuvökva) er skv. líkaninu gert ráð fyrir eftirfarandi næringarefnum:
Edikssým, ketónefnum, glúkósa, glyseróli, mjólkursým, fríum fitusýmm,
tríglyseríðum í chylomíkronum og lípópróteinum, amínósýmm og þvagefni. Upptaka
þessara næringarefna úr blóði til ytri vefja (júgur, vöðva-og bandvefur, fituvefur) er
undir áhrifum af stöðu kýrinnar á mjaltaskeiði í gegnum reiknaðan styrkleika hormóna
eins og áður er lýst. Upptaka júgursins á edikssým, ketónefnum, glúkósa og
amínósýmm minnkar eftir því sem á mjaltaskeiðið líður (áhrif af vaxtarhormóni).
Upptaka glúkósa í vöðva- og fituvef, amínósýra í vöðvavef og fitusýra í fituvef fer
vaxandi eftir því sem líður á mjólkurskeiðið (áhrif insúlíns). Insúlín hefur hins vegar
letjandi áhrif á upptöku frjálsra fitusýra í lifur (Brockman and Laarveld, 1985).
2.9 Efnaskipti í júgri - myndun mjólkurefna
Þeir ferlar í mjólkurkirtlinum (júgrinu) sem líkanið lýsir em laktósaframleiðsla,
fitusýmframleiðsla, próteinframleiðsla og oxun. Þau næringarefni sem júgrið tekur
upp em edikssýra, ketónefni, glúkósi, amínósýmr, frjálsar fitusýmr ásamt fitusýmm
og glyseróli á formi upptekinnar fitu (chylomicron) og lípópróteina. Edikssýra og
ketónefni em notuð í mjólkurfituframleiðslu og til oxunar. Glúkósi er notaður til
framleiðslu mjólkursykurs, glyseról-P eða til oxunar, sem skv. líkaninu er að hluta í
gegnum pentósa-fosfat-hringinn (framleiðsla á NADPH sem notast til
fitusýmframleiðslu) og að hluta gegnum Krebs-hringinn.. Megnið af frjálsu
fitusýmnum sem júgrað tekur upp úr blóðinu em esteraðar með glyseról-P yfir í