Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 153
151
mjólkurfitu, en afgangurinn er oxaður. í líkaninu er gert ráð fyrir að fitusýrur sem
nýmyndaðar eru í júgri hafi 12 C-atóm en þær sem teknar eru upp úr blóði hafi 18 C-
atóm. Amínósýrur sem teknar eru upp í júgur eru nýttar til framleiðslu á
mjólkurpróteini.
Orkunotkun júgursins reiknast í líkaninu út frá ATP-þörfum til
mjólkursykurframleiðslu, fitusýruframleiðslu, mjólkurfitumyndunar,
mjólkurpróteinmyndunar ásamt grunnorkuþörfum júgursins, sem stýrast af þunga
kýrinnar, áti og stöðu á mjólkurskeiði. Öllum þessum þörfum júgursins fyrir orku
(ATP) er fullnægt með oxun edikssýru, ketónefna, glúkósa og fitusýra.
2.10. Vöðva-og bandvefur
Mikilvægustu ferlamir sem lýst er í þessum hluta líkansins em umsetning próteins og
orku. Upptekin næringarefni em edikssýra, ketónefni, glúkósi, amínósýmr og
fitusýmr. Hraði próteinumsetningar er vaxandi eftir því sem líður á mjólkurskeiðið
(áhrif insúlíns) en hraði próteinniðurbrots er í réttu hlutfalli við þann próteinmassa
sem fyrir hendi er hveiju sinni. Orkuþörf vöðva- og bandvefs ákvarðast af
próteinumsetningunni ásamt gmnnefnaskiptum þessara vefja sem reiknast út frá
þyngd kýrinnar, áti og stöðu á mjólkurskeiði. Þessari orkuþörf er mætt með oxun
edikssýra, ketónefna, glúkósa og fitusýra. Reiknað er með að stærstur hluti glúkósans
umbreytist loftfirrt yfir í mjólkursým, sem ásamt amínósýmm frá próteinniðurbrotinu
fara út í blóðið og em teknar upp í lifur.
2.11. Fituvefur
Meginmarkmiðið með þessum hluta líkansins er að lýsa fituumsetningu líkamans, þ.e.
fitusöfnun og fituniðurbroti. Upptekin næringarefni em edikssýra, ketónefni, glúkósi
og fitusýmr (sem koma úr chylomikronum og lípópróteinum). Edikssýra og ketónefni
nýtast til fitusýmframleiðslu eða oxunar. Fitusýmframleiðsla í fituvefnum örvast af
insúlíni (Yang and Baldwin, 1973; Haystead and Hardie, 1986). Glúkósi er nýttur til
framleiðslu á glyseról-P eða oxast, að hluta gegnum pentósa-fosfat-hringinn
(framleiðsla á NADPH) og að hluta gegnum Krebs-hringinn. Þær fitusýmr sem í boði
em, annars vegar framleiddar í fituvef og hins vegar teknar upp frá blóði, era notaðar
til fitumyndunar ásamt glyserólinu sem búið er til úr glúkósa. Fitusýmr og glyseról
sem brotið er niður úr fituvef flytjast hins vegar út í blóðið. Glyserólið sem var
áhangandi þeim fitusýmm sem teknar vom upp úr blóðinu fer beint út í blóðið aftur
þegar fitusýmmar hafa verið teknar af því og er tekið upp í lifur ásamt því glýseróli
sem kemur út í blóðið vegna niðurbrots fitu í fituvefnum. I gegnum áhrif insúlíns
eykst fitumyndun og fituniðurbrot minnkar í fituvefnum eftir því sem líður á
mjólkurskeiðið (Etherton and Evock, 1986; Vemon, 1992). Orkunotkun fituvefjar
ákvarðast af ATP-þörf til fitusýruframleiðslu, glyseról-P-framleiðslu og
fituframleiðslu ásamt grunnefnaskiptum fituvefjar sem er háð þunga kýrinnar, áti og
stöðu á mjólkurskeiði. Orku (ATP)- þörfinni er fullnægt með oxun á edikssým,
ketónefnum og glúkósa.
2.12. Framleiðslutölur, orkuumsetning og aðrar niðurstöður líkansins
Mjólkurframleiðslu kýrinnar (kg/dag) reiknar líkanið út frá
mjólkursykurframleiðslunni (sjá umfjöllun um júgur), þar sem reiknað er með föstu
mjólkursykurinnihaldi mjólkurinnar (48 g/kg) . Mjólkurfitu- og
mjólkurpróteinframleiðslan reiknast eins og áður var lýst í umfjöllun um júgur og má
út frá því og mjólkurmagninu reikna efnahlutföll mjólkurinnar. Þungabreytingar
kýrinnar reiknast líka, miðað er við að hvert kg sem kýrin bætir á sig eða tekur af sér