Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 159
157
2. tafla. Yfirlit yfir samsetningu, leysanleika, meltingu og meltanleika helstu plöntukolvema í fóðri
jórmrdýra. Aðlagað eftir P. J.Van Soest, 1994.
Sykureiningar Leysanleiki Ensím0 Gerjanleiki Meltanleiki
Súkrósi Glúkósi, frúktósi ++ Súkrasi +++ Mjög hár
Sterkja Glúkósi 0 Amýlasi ++, ± Hár
Frúktan Frúktósi + ? +++ Hár
Galaktan Galaktósi + 0 ++ Hár
B-glúkan Glúkósi ++ 0 ++ ?
Pektín Arabínósi, galaktósi, galaktúrónsýra + 0 ++ Hár
Sellulósi Glúkósi 0 0 + Breytilegur
Hemísellulósi Arabínósi, xylosi, mannósi, galaktósi, glúkúrónsýra + 0 + Breytilegur
IJEnsím frá dýrinu sjálfu
í þeim fóðurkerfum sem notuð eru á íslandi í dag er takmarkað tillit tekið til eiginleika
kolvetna. Meltanleg kolvetni í heild sinni eru notuð þegar myndun örverupróteins er
reiknuð í AAT-PBV kerfinu og við orkumat á kjamfóðri er lögð til grundvallar
Weende fóðurefnagreining þar sem mældir eru þættimir hrátréni og köfnunarefnisfrítt
extrakt. Hrátréni sem var upphaflega ætlað að vera mælikvarði á trénishluta fóðursins
hefur í raun htla líffræðilega þýðingu. Hrátréni eins og það er mælt er lignósellulósi
sem er aðeins hluti af heildar tréni eða frumuvegg plantna og því erfitt að setja slíka
mælingu í samband við meltingu og aðra lífeðlisfræðilega starfsemi dýrsins.
Köfnunarefnisfríu extrakti var ætlað að vera mælikvarði á sterkju og auðleysanleg
kolvetni í fóðrinu. Þessi stærð er afgangur sem fundin er með því að draga hráprótein,
hráfitu, hrátréni og ösku frá þurrefni fóðursins. í ljós hefur komið að þessi fóðurhluti
er ekki vel skilgreindur og getur innihaldið önnur efni en kolvetni, t.d. lignín, ásamt
sellulósa og hemisellulósa sem þó þau séu kolvetni em ekki auðleysanleg.
NDFífóðri
Á ámnum milli 1960 og 1970 þróaði P.J. van Soest efnagreiningaraðferð til að greina
sundur fmmuinnihald og fmmuvegg, sem er hið eiginlega tréni í plöntum (Van Soest
o.fl., 1991). Fmmuveggurinn eða NDF (neutral detergent fiber) er sá hluti sem eftir
verður þegar fóðursýnið hefur verið soðið í klukkutíma í hlutlausri sápulausn.
Fmmuinnihaldið meltist nánast alltaf að fullu (100%) í jórturdýrinu en meltanleiki
fmmuveggjarins er mjög breytilegur eftir gerð og samsetningu. Aðferð Van Soest
hefur verið notuð við fóðurmat t.d. í Bandaríkjunum og NDF er lykilstærð þegar
fjallað er um átmagn, meltanleika og lágmarksþarfir fyrir tréni í fóðri jórturdýra.
NDF samanstendur af kolvetnunum sellulósa og hemisellulósa ásamt ligníni sem er
ekki kolvetni heldur fenólfjölliður. Hlutföll þessara efna em mismunandi og fara eftir
þáttum eins og plöntutegundum, plöntuhlutum og þroskastigi. Lignín hindrar aðgang
ensíma örveranna að sellulósa og hemisellulósa bæði vegna þess að það er
ómeltanlegt og að einhverju leyti bundið hemisellulósa. Meltanleiki og afurðir
gerjunar kolvetnanna í NDF fara eftir gerjanleika þeirra, hraða geijunarinnar í
vömbinni og niðurbroti fóðuragna. Þessir þættir hafa áhrif á hversu hratt fóðrið
yfirgefur vömbina og þar með á mögulegt átmagn. Gerð NDF hefur áhrif á
munnvatnsmyndun við jórtmn og þar með stuðpúðavirkni og sýmstig í vömbinni.
Mismunandi eiginleikar NDF til að binda jónir geta sömuleiðis haft áhrif á
stuðpúðavirkni vambarinnar.
Vegna áhrifa NDF á meltanleika og át hefur verið stefnt að því að framleiða gróffóður
með auðgeijanlegt NDF og háan meltanleika til að auka mögulega notkun gróffóðurs