Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 160
158
fyrir afurðamikla gripi. Til þess að fullnægja fóðurþörfum hámjólka kúa þarf hins
vegar að gefa mikið kjamfóður sem leiðir til hraðrar gerjunar í vömbinni og mögulega
of lágs sýrustigs. Við þessar aðstæður er mikilvægt að fóðrið innihaldi nóg NDF af
réttri gerð til að halda uppi jórtrun og stuðpúðavirkni í vömbinni. Því hefur komið
fram hugtakið um lágmarksþarfir fyrir NDF.
Eins og að ofan greinir eru mælingar á magni NDF í fóðri og eiginleikum þess
lykilatriði í hönnun á nýjum fóðurmatskerfum eins og t.d. Karólínu (Jóhannes
Sveinbjömsson og Bragi L. Olafsson, 2004). Ýmsar rannsóknir hafa farið fram á NDF
í gróffóðri hér á landi bæði magni, samsetningu og gerjunareiginleikum með tilliti til
grastegunda og þroskastigs. Nokkrar niðurstöður má sjá í 3. töflu.
3.tafla. Yfirlit yfir hlutfall frumuveggjar sem gerjast hratt, hægt, eða er ógerjanlegur , ásamt
gerjunarhraða (Bragi Líndal Ólafsson, 1997)
Sláttutími D,, % 1 K,, %/klsC d2, % J K2, %/klst4 U, %5
Háliðagras 14. júní 83 7,3 12 0,8 5
19. júlí 70 4,8 17 0,8 13
15. ágúst 55 3,6 20 0,8 25
Vallarfoxgras 4. júlí 79 6,8 13 0,3 8
16. júlí 72 7,0 16 0,3 12
15. ágúst 63 4,9 17 0,6 20
Vallarsveifgras 4. júlí 87 7,6 7 0,8 6
16. júlí 78 6,0 15 0,7 7
15. ágúst 78 4,9 10 0,7 12
Snarrótarpuntur 29.júní 63 5,1 22 1,1 15
16. júlí 55 5,1 25 0,9 20
15. ágúst 49 5,1 20 0,7 31
1 D| = Sá hluti frumuveggjar er gerjast hratt
2 k! = Gerjunarhraði Di
3 D2 = Sá hluti frumuveggjar er gerjast hægt
4 k2 = Gerjunarhraði D2
5 U = Ógerjanlegur frumuveggur
Eins og að ofan greinir em þau kolvetni, aðallega forðakolvetni, sem ekki em bundin
fmmuvegg (nonstmctural carbohydrates eða NSC á ensku) af mörgum gerðum og þau
meltast eða geijast með mismunandi hætti. NSC hefur stundum verið áætlað eftir
líkingunni: NSC = 100 - (NDF + prótein + fita + aska). Þessi aðferð tekur ekki tillit til
mismunandi gerjunareiginleika t.d. sterkju, frúktana og súkrósa. Auk þess mundu
kolvetni eins og pektín og p-glúkan falla í þennan flokk. Bæði þessi kolvetni gerjast
með öðmm hætti en sterkja. Pektín er í raun hluti af frumuvegg plantna en leysanlegt í
vatni og mælist því ekki með NDF þegar notaðar em venjulegar aðferðir. þ-glúkan
sem er líka fjölsykmngur úr glúkósa og finnst t.d. í nokkmm mæli í byggi og höfmm
gerjast öðm vísi en sterkja vegna þess að glúkósaeiningamar em tengdar saman með
öðmm hætti.
Vegna tilkomu nýrra fóðurmatskerfa eins og Karólínu er ljóst að þörf verður á
mælingum á bæði magni sterkju og vatnsleysanlegra sykra í fóðri svo og
gerjunarhraða sterkju þar sem hann getur verið mjög breytilegur eftir fóðurtegundum.
i