Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Qupperneq 161
159
Sterkja í fóðri
f gegnum tíðina hafa bygg og maís verið mest notuðu sterkjugjafamir í fóðrun
íslenskra jórturdýra, en fleiri fóðurtegundir hafa þó komið þar við sögu. 4. tafla gefur
yfirlit um sterkjuinnihald nokkurra helstu sterkjugjafa, sem og meltanleika sterkjunnar
í vömb (mælt með nælonpokaaðferð in situ) við tiltekinn flæðihraða (6% á klst) út úr
vömbinni. Tölumar em fengnar úr nýlegri yfirlitsgrein (Offner o.fl., 2003). Eins og
sjá má innihalda maís, dúrra og hveiti hlutfallslega nokkru meira af sterkju en aðrar
komtegundir eins og bygg, rúgur og hrísgijón, að ekki sé minnst á hafra. Kartöflur
em álíka sterkjuríkar og maís (um 70% sterkja), en ertur og baunir era nær höfmm í
sterkjuinnihaldi (40-50% sterkja). Hraði gerjunar á sterkju í vömbinni er all
breytilegur milli þessarra fóðurtegunda, sem endurspeglast í mismunandi hlutfalli
sterkju sem meltist í vömbinni við fastan flæðihraða út úr henni. Miðað við þetta er
um 60% sterkju í maís og dúrm melt í vömb en um og yfir 90% sterkjunnar í byggi,
hveiti og höfmm. Aðrar fóðurtegundir eins og t.d. ertur og baunir liggja þarna á milli.
4. tafla. Meðal sterkjuinnihald (g/kg þe) fyrir mismunandi fóðurtegundir (Offner o.fl., 2003).
Fóðurtegund Enskt heiti Sterkja, g/kg þe ESDo.061’
Maís Com/maize 704 0,60
Dúrra Sorghum/milo 723 0,60
Bygg Barley 578 0,89
Hveiti Wheat 676 0,94
Hafrar Oats 446 0,93
Rúgur Triticale 608 0,95
Hrísgrjón Rice 614 0,69
Ertur Peas 485 0,79
Baunir Beans 418 0,75
Kartöflur ~tTc.—1.: : 3-. i Potato 691 0,78
1 Sterkjuniðurbrot (meltanleiki) í vömb miðað við flæðihraða 6% á klst (ESD=effective starch
degradability)
Hægt er að hafa áhrif á geijunarhraða og þar með vambarmeltanleika sterkju með
ýmis konar meðhöndlun fóðursins, t.d. með hitameðferðum. Eins og 5. tafla sýnir
(Offner o.fl.., 2003) em áhrif á gerjunarhraðann mismunandi bæði eftir
fóðurtegundum og eðli þeirra meðferða sem um er að ræða. Flokkur 1, þ.e.
hæggerjanlegu komtegundimar maís og dúrra, svarar hitameðferðum á þann hátt að
gerjunarhraði/vambarmeltanleiki eykst verulega. Hjá hraðgerjanlegri
komtegundunum (Flokkur 2: hveiti, bygg) em áhrifin hins vegar þveröfug, þ.e.
vambarmeltanleikinn minnkar við hitameðferðimar. Ahrif hitameðferða á sterkju úr
belgjurtafræjum (Flokkur 3: ertur, baunir) em hins vegar ýmist jákvæð eða neikvæð
m.t.t. gerjunarhraða sterkju, eftir því hvers konar meðhöndlun er um að ræða.
5. tafla. Meðaláhrif (hita)meðferða á vambarmeltanleika sterkju (ESDo.oó) fyrir þrjá flokka hráefna
(Offner o.fl„ 2003)
(Hita)meðferð n Fl.l: maís.durra áhrif P-gildi n Fl.2: hveiti, bygg áhrif P-gildi n Fl.3: ertur, baunir áhrif P-gildi
Malað 3 +0,141 0,014 3 +0,094 0,116 2 +0,081 0,289
Gufu-pressað (steam-flaked) 2 +0,276 0,021
Þanið (expanded) 4 +0,005 0,952 2 -0,304 0,010
Þanið (extruded) 7 +0,199 0,079 2 -0,221 0,120 2 +0,075 0,022
Ristað (toasted) 21 -0,112 0,017
Hvaða máli skiptir gerjunarhraði sterkju í vömb svo eiginlega? Því má í raun skipta í
tvennt: