Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 162
160
1) Sá hluti sterkjunnar sem ekki gerjast í vömb, meltist að mesm leyti í
smáþörmum og er uppsogaður þaðan sem glúkósi, á meðan afurðir gerjunar
sterkju í vömb eru stuttkeðja fitusýrur.
2) Mikill gerjunarhraði sterkju í vömb hefur áhrif til lækkunar á sýrustigi
vambarinnar og hækkaðs hlutfalls própíonsýru, einkum á kostnað edikssýru.
Ef of mikil lækkun á sýrstigi fylgir auknum gerjunarhraða hefur það neikvæð
áhrif á gerjun trénis og heildarstarfsemi vambarinnar (sjá síðar).
Mikil og hröð gerjun í vömb er æskileg út frá örverupróteinframleiðslu þar sem hún
byggir á orku sem losnar við gerjun kolvetna yfir í stuttkeðja fitusýrur. Hins vegar er
glúkósi sem tekinn er upp í smáþörmum verðmætur fyrir jórturdýrið þar sem glúkósi
er hráefni til mjólkursykurframleiðslu og getur þar með verið takmarkandi á
mjólkurmagn. Própíonsýra sem verður til við geijun í vömb er að vísu hráefni til
glúkósaframleiðslu ásamt glyseróli, mjólkursýru og amínósýrum (ketósýrum), en bein
upptaka á glúkósa er orkulega hagkvæmari heldur en nýmyndun á glúkósa úr þessum
hráefnum. Um þessi fræði er nánar fjallað í annarri grein í þessu riti (Jóhannes
Sveinbjömsson og Bragi L. Ólafsson, 2004).
Vatnsleysanlegar sykrur í fóðri
Sykrur sem leysanlegar eru í köldu vatni ganga undir samheitinu vatnsleysanlegar
sykrur (VLS). Þeirra helstar í grösum eru einsykrumar glúkósi og frúktósi, tvísykran
súkrósi (sem gerð er úr glúkósa og frúktósa), og frúktanar, sem em frúktósakeðjur af
breytilegri lengd með glúkósa á enda keðjunnar. ítarlega umfjöllun þessar sykmr og
önnur kolvetni í fóðurgrösum er að finna í Rala-fjölriti nr. 209 (Þóroddur Sveinsson
o.fl., 2001). Samkvæmt yfirliti í því riti er hefur heildarmagn vatnsleysanlegra sykra
mælst á bilinu 123-267 g/kg þe í íslenskum rannsóknum. Þama vom einnig dregnar
saman íslenskar rannsóknir (Þóroddur Sveinsson og Bjami Guðleifsson 1999;
Thorsteinsson et al., 1996) sem vom ekki alveg samhljóða um áhrif þroskastigs á
sykmmagn grasa, en út frá samantekt úr erlendum rannsóknum (Pettersson, 1988) var
ályktað að sykmmagn grasa aukist í flestum tilvikum með þroska fram að blómgun,
en fari minnkandi eftir það. Samkvæmt íslensku rannsóknunum virðist mega búast
við að styrkur VLS í íslenskum túngrösum sé á bilinu 150-200 g/kg þe en nokkm
hærri í rýgresi.
Magn vatnsleysanlegra sykra er almennt ekki mikið í helstu komtegundum, gjaman á
bilinu 30-70 g/kg þe. Fyrir utan gras, óverkað og verkað, er ein helsta uppspretta VLS
í fóðri rótarávextir, þeirra algengastar í okkar heimshluta sykurrófur og fóðurrófur,
sem geyma kolvetni aðallega á formi súkrósa. Aukaafurðir sykurframleiðslu em
gjaman notaðar í fóður jórturdýra, svo sem sykurrófuhrat (sugar beet pulp) og
melassi.
Breytingar á sykruinnihaldi við verkun
Við allar tegundir gróffóðurverkunar á sér stað nokkur lækkun á sykminnihaldi
grasanna. Annars vegar er það vegna öndunar og ensímvirkni sem á sér stað meðan
plantan er að deyja og/eða umhverfið að verða loftfirrt, en hins vegar vegna gerjunar
sykranna yfir í mjólkursým og aðrar gerjunarafurðir. Brotthvarf sykra og myndun
gerjunarafurða er mest í votheyi eða lítt forþurrkuðu rúlluheyi, en minnkar eftir því
sem rúlluhey er meira forþurrkað. Mjólkursýra er allsráðandi gerjunarafurð í votheyi
J