Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 163
161
og blautverkuðu rúlluheyi, en í miðlungsþurru rúlluheyi gerjast sykrur yfir í minna
sýrandi gerjunarafurðir á borð við etanól (Þóroddur Sveinsson o.fl., 2001).
Áhrif kolvetnasamsetningar fóðurs á gerjun í vömb
Við gerjun vambarörvera á fóðri verða aðallega til þrjár smttkeðja fitusýrur;
edikssýra, própíonsýra og smjörsýra. Dæmigerð hlutföll milli þeirra eru (í sömu röð):
69:19:12. Mikið NDF (einkum sellulósi) x fóðri hefur áhrif til hækkunar á hlutfalli
edikssýru, gjaman á kosmað própíonsýru. Sterkja hefur almennt verið talin hafa áhrif
til hækkunar á própíonsýru en þau áhrif virðast þó ekki koma fram nema hlutfall
sterkju í fóðri sé nokkuð hátt. Hlutfall smjörsýru í vambargeijun hækkar við
aukningu á vatnsleysanlegum sykmm í fóðri og aukið hlutfall sterkju virðist í mörgum
tilfellum hafa sömu áhrif. Mjólkursýra í votheyi umbreytist að stórum hluta yfir í
própíonsýru í vömb. Gerjun sykra í gróffóðri yfir í mjólkursým og aðrar
gerjunarafurðir þýðir að það em örvemr votheysins í stað örvera vambarinnar sem
nýta sér þá orku (ATP) sem losnar við gerjunina. Umfangsmikil gerjun í votheyi er
að því leyti óhagkvæm fyrir jórturdýrið, en það er að sjálfsögðu ekki nema eitt af
þeim atriðum sem þarf að hafa í huga varðandi mat á hagkvæmni verkunaraðferða.
Fóðrun með tilliti til kolvetna
Óhætt er að segja að fóðmn mjólkurkúa á íslandi hafi tekið miklum breytingum
undanfarin ár. Verkun gróffóðurs hefur batnað sem hefur gefið bændum tilefni til að
nýta betur afurðagetu íslensku kýrinnar. Átgeta er helsti takmarkandi þáttur í fóðmn
mjólkurkúa og til að auka átið hefur hlutfall kjamfóðurs í heildarfóðri, sérstaklega í
byijun mjaltaskeiðs, hækkað vemlega. Kjamfóðurgjöf er á bilinu 15 -30 kg fyrir
hverja 100 lítra mjólkur framleidda og hámarkskjamfóðurgjöf er nú víða 10 -12 kg á
kú á dag. Þessi mikla aukning á orkustyrk fóðursins hefur víðtæk áhrif á efnaskipti
kýrinnar og efnasamsetningu afurðanna. Hámarksafurðastefna kallar á meiri
nákvæmni við fóðmn. Ef ekki er komið til móts við fóðurþarfir leiðir það til aukins
álags á kýmar og eykur jafnframt hættuna á framleiðslusjúkdómum. Há nyt sem slík
eykur ekki hættuna á efnaskiptasjúkdómum enda má segja að heilbrigði sé forsenda
mikilla afurða. Það er fyrst og fremst ójafnvægi í fóðursamsetningu og fóðmn sem
veldur framleiðslusjúkdómum.
í fóðri mjólkurkúa er um 60-70% kolvetni. í núverandi fóðurmatskerfi gefur
orkuinnihaldið (meltanleikinn) vísbendingar um eiginleika þessa mikilvæga hluta
fóðursins, án þess þó að lýsa eiginleikum kolvetnanna á viðunandi hátt sérstaklega
þegar fóðra á mjólkurkýr til hámarksafurða og tryggja jafnframt gott heilsufar. Víða
erlendis er fóðurmatið mun nákvæmara og fleiri þættir greindir, en nú er unnið að
sameiginlegu kerfi á Norðurlöndunum er tekur tillit til þessara þátta (Jóhannes
Sveinbjömsson og Bragi L. Ólafsson, 2004).
Fóðurþarfir fyrir hin ýmsu framleiðsluskeið mjólkurkúa má skilgreina með tilliti til
allra þessara þátta. Á einfaldan hátt má segja að fóður fyrir hámjólka kýr þarf að
innihalda ákveðið lágmark af tréni, mikið magn auðgerjanlegra kolvetna og skapa
aðstæður fyrir jafna gerjun án of mikillar sýmstigslækkunar í vömb (pH>5,7). Kýr í
lægri nyt og með minni orkuþarfir geta nýtt fóður með lægri orkustyrk þ.e.a.s. meira
tréni.