Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 164
162
Tréni hefur mikil áhrif á meltanleika fóðurs og þar með fóðurgildi. Eins og áður
hefur verið vikið að er tréni engu að síður nauðsynlegt í fóðri jórturdýra því það
myndar “mottu” í vömbinni sem er nauðsynleg fyrir eðlilega meltingu. Vambarmottan
örvar jórtrun og framleiðslu munnvatns sem dregur úr lækkun sýrustigs í vömb.
Gerjun trénis tekur langan tíma, sem skilar jöfnu flæði rokgjama fitusýra inn í gripinn.
Tréni með lágan meltanleika takmarkar mjög átgetu mjólkurkúa, þ.e.a.s. eykur „fylli
áhrif ‘ fóðurs. Þess vegna hlýtur það að vera markmiðið að takmarka trénisinnihald
fóðurs við nauðsynlegt lágmark fyrir kýr í byrjun mjaltaskeiðsins þegar orkuþarfir em
miklar og átgeta lítil.
Örverumar sem annast niðurbrot kolvetna eru sérhæfðar fyrir hvem flokk kolvetna og
lifa best við ákveðið sýrustig. Örvemr sem brjóta niður tréni lifa best við sýmstigið
PH 6,0-6,8 og það tekur 8-10 klst fyrir þær að fjölga sér um helming meðan
örvemrnar sem brjóta niður auðgerjanlegu kolvetnin líkar best við pH 5,5-6,0 og það
tekur aðeins 1-2 klst. fyrir þær að fjölga sér um helming. Ljóst er af þessu að
mikilvægt er að sýmstigið haldist sem jafnast og liggi í kringum pH 6,0 til að tryggja
hámarks afkastagetu örveranna og jafnframt hámarksátgetu gripanna.
Helsti trénisgjafinn í fóðri mjólkurkúa er gróffóðrið. Kom er aftur á móti mjög
auðugt af auðgerjanlegum kolvetnum. í byggi er t.d. um 60% sterkja meðan NDF er
um 20% og ADF um 7%. Bygg er því ákjósanlegur kolvetnagjafi í fóðri sem byggir á
gróffóðri. Vegna mismunandi gerjunareiginleika komtegunda er mikilvægt að ekki sé
treyst eingöngu á eina komtegund í fóðri hámjólka kúa. Maís gerjast hægar heldur en
bygg og líkur em á að hægt sé að gefa kúnni meira af sterkju án þess að vandræði
hljótist af með því að hafa að hluta hæggerjanlegan sterkjugjafa eins og maís í
fóðrinu. Einnig má benda á að afurðir sem innihalda pektín (sykurrófuhrat og ýmsar
belgjurtir) hafa annað gerjunarmynstur og valda síður súmun í vömb. A gmnni
gerjunareiginleika byggs er hámarks hlutfall byggs í fóðri mjólkurkúa almennt talið
vera 25-30% á þurrefnisgmndvelli meðan samsvarandi tala fyrir maís er hærri.
Heildarát liggur yfirleitt á bilinu 16-20 kg þurrefnis og þannig má áætla að ömggt sé
að gefa kúm 4-6 kg af þurrefni byggs á dag. í raun em margir bændur að gefa meira
en sem þessu nemur án augljósra vandamála og líklegt að skýringuna sé að finna í
tréniseiginleikum gróffóðursins.
Fóðmnartækni hefur einnig vemleg áhrif á hversu mikið er hægt að gefa af
auðgerjanlegum kolvetnum. Mikilvægt er að gefa komið í mörgum en smáum
skömmtum til að tryggja jafna geijun í vömb. Búnaður sem uppfyllir þessi skilyrði er
því ákjósanlegur. Auðvelt er að tæknivæða gjafir á þurrkuðu komi en þegar kemur að
súrsuðu byggi vandast málið þar sem votverkað bygg vill stífla færibönd og snigla. í
lausagöngu fjósum hafa svo nefndir súrkornsbásar gefist nokkuð vel. Þar hafa kýmar
tölvustýrðan aðgang að súrsuðu byggi í ákveðinn tíma og í ákveðinn fjölda skipta á
sólarhring. Heilfóðmn er auðveldasta aðferðin til að tryggja almennt jafnvægi
næringarefna í fóðrinu út frá þörfum kýrinnar á hverju stigi framleiðsluferilisins.
Hægt er að stilla af hvem efnaþátt fóðursins og þar með nálgast markmið um t.d.
lágmarks trénisinnihald og rétt hlut fall próteins og kolvetna í fóðri hámjólka kúa.
Heimildaskrá
Bragi Líndal Ólafsson, 1997. Gerjun nokkurra grastegunda í vömb jórturdýra. Ráðunautafundur 1997,
234-241
Offner, A„ Bach, A„ Sauvant, D. 2003. Quantitative review of in situ starch degradation in the rumen.
Anim. Feed Sci.Technol., 106, 81-93.
J