Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 167
165
nálægt 80% heyaflans í rúllum - og mestur hlutinn geymdur utan dyra líkt og
þurrheyið í byrjun 20. aldar.
Breytingar síðustu árin
Þær breytingar búskaparhátta, sem orðið hafa síðustu 10-12 árin og varða verkun og
geymslu fóðurs, má reyna að draga saman þannig: Krafan um afköst og
kostnaðaraðhald hefur stöðugt vaxið. Verktakastarf og nágrannasamvinna eru leiðir
sem m.a. hafa verið reyndar til að mæta þeim. Grasbítagreinamar virðast hafa breyst
hver með sínum hætti: Kúabúin hafa stækkað ört, verktækni þeirra breyst og þeim
hefur fækkað enn. Kröfur til heygæða og vinnuafkasta hafa vaxið. Sauðfjárbúin hafa
hins vegar lítið breyst að stærð og tækni, greinin hefur orðið æ fleimm hlutastarf en
krafan um minni verkunar- og geymslukostnað hefur orðið enn háværari en þó var.
Hrossarœktin er í vaxandi mæli að verða markaður fyrir hey, sem sérhæfðir
heyverkendur sinna. Krafan um hentugar einingar virðist ekki síst hafa kallað fram
ferbaggatæknina sem valkost við verkun og geymslu heys í rúllum.
Hvað hefur verið að gerast í nágrannalöndunum?
Wilkinson og Toivonen (2003) gerðu könnun á votheysverkun í nær 40 löndum. Um
nýliðin aldamót var múgsaxarinn (metered-chop harvester) algengasta verkfærið til
votheysöflunar meðal ríflega helmings landanna enda afkastamikið við hirðingu heys.
I löndum með hefð þessara véla (t.d. í Vestur-Evrópu og USA) hefur þeim hins vegar
fækkað; sjálfakandi vélar hafa komið í stað dreginna véla og eignarhaldið hefur líka
færst frá einstökum bændum til umsvifameiri verktaka. Þessar vélar koma mest við
sögu á stærri búunum en (rúllu)bindivélar einkenna fremur verktækni minni búanna.
Þar sem sláttutætari og heyhleðsluvagn réðu áður hafa bindivélar, fyrst og fremst
rúllubindivélar, nú tekið við heyverkunum. Athygli vekur að nú afla verktakar meiri
hluta votheys í könnunarlöndunum. í Evrópulöndum færist forþurrkun heys til
votheysgerðar í vöxt. Er nú svo komið að votheysgerð án forþurrkunar er ekki ráðlögð
í neinu þessara landa. Skilin á milli þurrheys og votheys hafa því dofnað.
Breytinganna gætir m.a. í hirðingarvélunum, söxurum og bindivélum, sem fyrst og
fremst eru nú smíðaðar til þess að nema forþurrkað heyið upp úr görðum/múgum. Hér
veldur einnig miklu sú áhersla sem hefur verið lögð á það í mörgum löndum seinni
árin að forðast umhverfismengun vegna frárennslissafa úr blautu votheyi. Loks hafa
fleiri þjóðir en íslendingar komist að því að í rúllum verkast forþurrkað hey betur en
hrátt og blautt. Vinsældir söxunarvélanna byggjast líka á því að þær má einnig nota
við maís-hirðingu og hirðingu á heilfóðurjurtum (whole-crops). Þannig getur nýting
þeirra orðið mjög góð. Síðustu árin virðast bændur, t.d. í Bretlandi, Þýskalandi og
Bandaríkjunum, í vaxandi mæli hafa bætt knosurum aftan við söxunarbúnað
uppskeruvéla fyrir fullþroska og þurrlegan maís, hveiti og bygg (> 35% þurrefni) til
þess að mylja og merja komið. Þannig er stuðlað að betri fóðumýtingu gripanna og
fjölhæfari uppskemvélum.
Hvikular forsendur heyverkunar
Viðhorf til heyverkunar era sífellt að verða breytilegri en áður vora. Valda þar líklega
mestu þær umfangsmiklu breytingar sem orðið hafa á búskap hérlendis síðustu árin og
þegar hefur verið vikið að. Almenn og einsleit ráðgjöf um verktæknihluta
heyverkunar er því minna virði en var. Forsendur heyverkunar hvers bús era einnig