Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 168
166
síkvikar. Koma þar bæði til breytingar innan búsins, svo sem á bústærð, tiltæku
vinnuafli og aldri véla, og breytt ytri rekstrarskilyrði búsins svo sem á mörkuðum,
verði afurða og aðfanga, vél- og verktækni, veðráttu ofl. Því er meiri eða minni
endurskoðun heyverkunar stöðugt í gangi - eða þarf að vera. Hún er mikilvægur hluti
þeirrar stefnumarkandi áætlanagerðar sem búin þarfnast reglulega (Lund 1999, Norup
2003a). Verkun heys er ferill verka þar sem mikilvægt er að hafa hin endanlegu not
heysins í huga á öllum stigum ferilsins, - og ekki síst fóðrunarliðinn hvað snertir
umsetningu og afkastagetu gripanna. Við mat á hinum ýmsu kostum sem bjóðast eða
óskað er eftir varðandi úrlausn hinna mörgu verkþátta heyverkunarinnar eru það
eftirfarandi sjónarmið sem hvað þyngst vega:
kostnaður (beinn og óbeinn)
vinnuþörf og ajköst
sérstök áhrif verkunaraðferðar á heyið og fóðureiginleika þess
Náið samband er á milli þessara efnisflokka. Þar vegur kostnaðarsjónarmiðið þungt.
Leiðbeiningar og rannsóknir varðandi heyverkun á næstu misserum munu því hafa
mat á hagkvæmni hinna ýmsu kosta sem áhersluatriði í enn meira mæli en áður,
þannig að litið sé til heildaráhrifa heyverkunarþáttarins á rekstur búsins. Kostnaður og
hagkvæmni hafa raunar verið miðlæg efni í fjöllun um heyöflun á Ráðunautafundum
síðustu árin (Ingvar Bjömsson 2000, Ríkharð Brynjólfsson og Jónas Bjamason 2003,
Bjami Guðmundsson og Eiríkur Blöndal 2003, og Nomp 2003b).
Heyverkun - nokkur áherslu- og umbótaefni
Hér verður fjallað um fáein áherslu- og umbótaefni í heyverkun á ferlinum frá slætti
til gjafa. Þýðing annarra heimaræktaðra fóðurtegunda en grassins hefur verið að vaxa
hérlendis síðustu árin, sér í lagi byggs, sem orðið er drjúgur hluti fóðurs á mörgum
(kúa)búum. Verkun byggs og geymsla verðskuldar því einnig athygli en hún bíður
annars tækifæris.
Kostnaður
í heildarkostnaði við heyverkun og -geymslu má áætla að fasti kostnaðurinn vegi 55-
65%. Þótt aðhalds beri að gæta varðandi breytilega kostnaðinn er öllu mikilvægara að
gæta að fjárfestingunni, sem gmnninn leggur að fasta kostnaðinum, einkum
fjárfestingu í dráttarvélum (sjá t.d. Bjama Guðmundsson 2002). Mikilvægt er að gera
sér grein fyrir samhenginu á milli vélaafkasta og árskostnaðar vélanna - nýting
afkastagetunnar ræður síðan í vemlegum mæli framleiðsluverði afurðarinnar, hér
heysins. Heimsþróunin stefnir sífellt til stærri búrekstrareininga og sömu hneigðar
hefur gætt hérlendis. Hvort heldur það er orsök eða afleiðing verða heyvinnuvélamar
sífellt stærri. Á þeirri breytingatíð sem nú ríkir er vandaður undirbúningur vélavals og
-fjárfestinga enn þýðingarmeiri en áður. í samspilinu á milli vinnu, véla og bygginga
geta legið ýmsir möguleikar til betri nýtingar fjármuna. Síðustu 15 árin hafa sárafáir
bændur fjárfest í „varanlegum” hlöðubyggingum. Sumir búa að eldri fjárfestingum í
vel nothæfum flatgryfjum og tumum. Menn hafa fremur kosið að leggja fé sitt og
lánstraust í seljanlegri fjárfestingar, svo sem framleiðslurétt og vélar. „Árleg
hlöðubygging”, eins og plasthjúpur um rúllubagga getur þó frá sjónarmiði sjálfbæris
vart talist vistþekkur búháttur. Fátt bendir hins vegar til annars en hlöðulaus búskapur
muni verða ráðandi enn um sinn.