Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 169
167
Forðagœsla - gæðastjóm heyöflunar
Það er dýrt að liggja með mikið af heyi í birgðum. Gæska síðustu ára hefur við lítt
breytta heyþörf skapað nokkum heybirgðavanda. Illt er að hluti heybirgðanna mun
sennilega aldrei skila bundnum kostnaði sínum vegna þess að einum eða fleiri
gæðaþáttum heysins er áfátt. Með fræðslu og miðlun upplýsinga er brýnt að styðja
bændur við skipulag fóðurræktarinnar á grundvelli vinnuregla gæðastjómar (sjá m.a.
Ingvar Bjömsson 2000 og Gunnar Guðmundsson 2003). Þar er grundvallarreglan sú
að miða fóðuröflun og alla stjóm hennar (fóðuijurtaval, rækmn, sláttutíma, verkun ...)
við fóðurþarfir viðkomandi bús með hliðsjón af kostnaði við öflun fóðursins og
greiðslugetu bústofnsins.
Vinnuþötf og -afköst
Að vissu marki ráðast heyskaparafköstin af eiginleikum lykilvéla, svo sem vélarafli,
vinnslubreidd, rými ofl. en aðrir þættir svo sem skipulag túns og flutningsleiða, nýting
vinnslubreiddar véla - og stjórnunin geta líka ráðið miklu. Þýðing stjómunarþáttarins
vex stöðugt. Nokkuð er mismunandi eftir heyskaparaðferðum hvemig þær má laga að
veðurfærum. Mæld reynsla af rúlluheyskap hérlendis sýnir að sá þátturinn sem minnst
er háður veðri, þ.e. heimflutningur og frágangur, telur 32% heildarvinnunnar (Daði
Már Kristófersson og Bjami Guðmundsson 1998). Sennilega veldur þetta atriði miklu
um vinsældir aðferðarinnar hérlendis því hagstæð heyskapartíð er ótrygg og oftast
skömmtuð.
Meðferð heysins á velli
Vitað er að hæfileg forþurrkun bætir að öðm jöfnu votverkun heys (Bjami
Guðmundsson 1994). Hún hefur einnig reynst hafa bætandi áhrif á fóðrunarvirði
heysins, bæði hvað snertir mjólkurkýr (Wright ofl. 2000) og sauðfé (Bjami
Guðmundsson 1996). Mikilvægt er að forþurrkunin gangi sem hraðast, bæði vegna
heyskaparafkasta og nýtingar véla, en einnig vegna fóðurgildis hins fullverkaða heys
(Wilkinson ofl. 1999). Síðnætur- og árdegissláttur með múgabreiðslu fast á hæla og
síðan markviss notkun snúningsvélarinnar ýtir undir hraða þurrkun og lítið efnatap úr
heyinu á velli. Rými er enn til umbóta á þessum verkþætti og þarf því að leggja
áherslu á hann með fræðslu og ráðgjöf.
Plasthjúpurinn
Plastið hefur allt frá fyrstu tíð útistakka og flatgryfja verið mikilvæg forsenda góðrar
votverkunar. Gæði plasthjúpsins ráða miklu um efnatap úr heyinu vegna bmna með
súrefni. Plastið safnast fyrir sem úrgangur og hráefni þess er forgengilegt (jarðolía).
Tvennt hefur verið reynt til úrbóta: f fyrsta lagi betra plast með minna gegndrœpi
súrefnis reiknað á efnismagn plasthjúpsins og í öðm lagi betri nýting plasthjúpsins.
Sífellt er leitað betri plastgerða (Muck og O'Kiely 2002, Wilkinson og Rimini 2002).
Nýtinguna má bæta með margvíslegum hætti og þar ræður kostnaður vali:
a. nægilegri forþurrkun heys í rúllur svo mikið af þurrefni komist í hverja
rúmeiningu; þéttleiki þurrefnis verður jafnan mestur við 55-60% þe.
b. vandaðri meðferð og geymslu rúllu- og ferbagga og að velja fjölda plastlaga með
hliðsjón af geymslutíma og verðmæti heysins. Við góð skilyrði er lítið að vinna
við meira en 6-faldan plasthjúp, jafnvel meira en 4-faldan (O'Kiely ofl. 2002,
Bjami Guðmundsson og Bjöm Þorsteinsson 2002).
c. öðram geymslukostum, svo sem flatgryfjum, útistæðum ellegar heypylsugerð
(bagged silage, sjá t.d. Muck og Holmes 2001). Við verkun í útistæðum má