Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 170
168
komast af með mun minni kostnað í plasti en verkun heys í rúllum, sé reiknað á
grundvelli nýlegrar athugunar (Bjami Guðmundsson 2003). Hið sama á við um
hvers konar heypylsugerð.
Plastgjaldið sem nokkuð hefur verið fjallað um síðustu mánuðina (sjá m.a. Grétar
Einarsson 2003), íþyngir baggaverkun heys. Hins vegar vegur gjaldið, þrátt fyrir allt,
svo lítið - að tiltölu - í heildarkostnaði við verkun rúllubagga og geymslu að það mun
ósennilega breyta miklu um notkun aðferðarinnar. Gjaldið hefur hins vegar vakið
þarfa umræðu.
Söxun og brytjun heysins
Með ýmsum hætti er reynt að hafa áhrif á eiginleika heysins með vélrænni meðferð
þess. í meira en áratug hafa verið reyndar vélar sem meija, kremja eða tæta heyið við
sláttinn til þess að flýta þurrkun þess (Muck og O'Kiely 2002). Söxun og smækkun
heysins fyrir geymslu er gjaman leið til þess að heyið rúmist betur og falli vel að
flutningatækni. Þannig verkast heyið oft betur. Söxun og brytjun getur því haft bein
og óbein jákvæð áhrif á fóðrunarvirði heysins. Samspilið er þó flókið og niðurstöður
erlendra fóðrunartilrauna með hey úr ýmsum hirðingarvélum (söxumm, vögnum,
bindivélum) ekki samhljóða (O'Kiely 2001). Svonefnd heilfóðmn (TMR) hefur verið
og er nú reynd hérlendis (Þóroddur Sveinsson ofl. 2002, Grétar Hrafn Harðarson
(2003). Hún gerir kröfu um söxun heyfóðursins, annað hvort fyrir verkun eða við
fóðran. Við sterka fóðran til hámarksafurða getur söxunin skipt máli, t.d. jafnað og
aukið heyát, en hafa verður í huga að henni fylgir líka kostnaður, bæði fastur (vegna
fjárfestingar í vélbúnaði) og breytilegur (vegna viðbótar orkunotkunar). Nauðsynlegt
er því að geta metið bæði fyrirhöfn og ábata til verðs.
Hjálparefni - íblöndun
Árangur af notkun hjálparefna hefur reynst misjafn og mismunandi er hvort þau ná að
greiða kostnað sinn með meira og betra votfóðri; ráða þar bæði eiginleikar heysins,
hjálparefnanna og ytri verkunarskilyrði. Þótt ýmis hjálparefni hafi gefist vel og séu
jafnan ráðlögð í vott fóður vantar enn hjálparefni sem era nægilega virk í því sem
þurrara er (Honig og Thaysen 2002). Þóroddur Sveinsson ofl. (2001) hafa dregið
saman árangur innlendra tilrauna með hjálparefni við heyverkun. Nauðsynlegt er að
rannsaka áfram notagildi hjálparefna við heyverkun hérlendis.
Litur plashjúpsins
Nokkur umræða hefur orðið um hinn hvíta lit plasthjúpaðra heybagga hérlendis, vakin
af fagurkeram og áhugafólki um ásýnd sveitanna. Hvítur hjúpur endurvarpar geislum
sólar svo heyið hitnar fremur lítið (Bjami Guðmundsson og Bjöm Þorsteinsson 2002),
auk þess sem ná virðist mega sama vörslugildi plasthjúpsins gagnvart C02-streymi
með færri plastlögum en ef væra þau svört á litinn (Lingvall 2002). Ekki er því
ástæða til þess að skipta um plastlit. Hins vegar er rétt að koma til móts við óskir
vegfarenda með öðram hætti, sjá næsta lið.
Staðarval baggastœðu
Hvað best fer um plasthjúpaða bagga í stórum stæðum á skjólgóðum stöðum; þar
verkast heyið og geymist jafnskárst, megi marka mælingar á Hvanneyri (óbirtar
niðurstöður). Vindgnauðið fer illa með plasthjúpinn - jafnvel verr en geislar
sólarinnar. Líklega má víða sameina sjónarmið fagurkeranna og hinna sem mest
leggja upp úr vel verkuðu heyi með því að búa baggastæðunum skjólgóðan stað, t.d.
að húsabaki eða að baki þar til gerðum skíðgörðum, annað hvort úr dauðu efni eða
J