Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 176
174
Þurrefnishlutfall
Þurrefnishlutfall grænfóðurtegunda er almennt afar lágt. Þurrefnishlutfallið hækkar
talsvert með þroska sumarafbrigða af krossblóma og grasa, en það er samfara lækkun
á orkuþéttni og lystugleika. Almennt má segja að þurrefnishlutfallið á heppilegum
nýtingartíma sé á bilinu 10-15%. í 2. töflu er meðaltal þurrefnisprósentu helstu
tegunda í tilraunum á Hvanneyri 2000-2004.
2. tafla. Meðaltal þurrefnishlutfall grænfóðurtegunda í tilraunum á Hvanneyri 2000-
2003. Sláttutími tók að jafnaði mið af heppilegum nýtingartíma.
Tegund Þurrefnisprósenta
Bygg 11,4
Sumarrepja 7,9
Sumarrýgresi, 1. sl. 11,1
Sumarrýgresi, 2. sl. 13,9
Vetrarrýgresi, 1. sl. 11,7
Vetrarrýgresi, 2. sl. 15,7
Hafrar 14,2
Vetrarrepja 11,0
Mergkál 11,5
Næpa, rót 10,8
Næpa, kál 10,0
Vetrarhafrar 13,3
Það er í raun mjög erfitt að ná svona lágu þurrefni upp. í 3. töflu er reiknað
þurrefnishlutfall blöndu þar sem tegund 1 (sú blautari) hefur 10 eða 15% þurrefni en
þurrari tegundin er misþurr. Forsenda er að hlutur tegundanna í þurrefnisuppskeru sé
jöfn.
3. tafla. Þurrefnishlutfall blöndu þar sem þurrefnisuppskera tegundanna er jöfn en
þurrefnishlutfall mismunandi.•
Tegund 1 með 10% þurmefni Tegund 1 með 15% þurrefni
Teg. 2, % þe Blanda, % þe Teg. 2, % þe Blanda, % þe
20 13 20 17
30 15 30 20
40 16 40 22
50 17 50 23
60 17 60 24
70 18 70 25
Þurrefnishlutfall undir 25% leiðir óhjákvæmilega til einhvers safataps úr rúllum og
blautt fóður verkast og ést verr en þurrt. Það er þessvegna vandséð að blanda
grænfóðurtegunda til að hækka þurrefnishlutfall sé vænlegur kostur. Rýgresi með
30% þurrefni er orðið afar lélegt fóður, og eina tegundin sem nálgast að geta komið til
greina er bygg sem ræktað er til þroska og því þá ekki að rækta það eitt sér?