Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 177
175
Fjölbreyttara fóður
Grænfóðurtegundimar koma af tveim mjög óskyldum ættum, grasa- og
krossblómaættinni. Það er því ekki nema eðlilegt að nokkur munur sé á efnamagni
þeirra. Tvennt kemur þar helst til skoðunar. Krossblómategundimar em mjög
auðmeltar (þ.e. á notkunarstigi) og trénissnauðar. Með beit á kál þurfa jórturdýr jafnan
að hafa aðgang að trénisríku fóðri, gjaman úr sér sprottnu grasi. Alkunna er hvemig
fer fyrir vömb lamba sem beitt er á fóðurkál. Hitt er að steinefnamagn krossblómanna
er almennt hærra en grasanna; þetta á þó fyrst og fremst við um Ca. Sem dæmi um
mismunandi efnamagn grænfóðurtegunda em í töflu 5 tölur frá Hvanneyri 2002.
5. tafla. Prótein- og steinefnamagn grænfóðurtegunda á Hvanneyri 2002. Allar
tegundir slegnar á heppilegum nýtingartíma. Hundraðshlutar þurrefnis
Tegund Hrá prót. Ca Mg K Na P
Sumarrepja 25,0 1,59 0,33 3,80 0,90 0,43
Sumarrýgresi 20,9 0,57 0,21 3,56 0,72 0,51
Sumarrýgresi,2.sl 17,5 0,43 0,16 2,45 1,02 0,31
Vetrarrýgresi 18,4 0,57 0,23 3,02 0,86 0,31
Vetrarrýgresi, 2.sl 18,1 0,47 0,16 2,29 1,02 0,32
Sumarhafrar 12,2 0,47 0,17 2,32 0,54 0,51
Vetrarrepja 14,6 1,41 0,23 2,87 0,74 0,28
Vetrarhafrar 10,6 0,38 0,15 2,11 0,54 0,31
Mergkál 13,7 1,14 0,28 2,23 0,56 0,29
Það er greinilegur eðlismunur á Ca-magni en magn annarra efna er meira á reiki. Helst
er að áburðarefnin þrjú, N, P og K em mun hærri í þeim tegundum sem fyrst em
slegnar sem er væntanlega afleiðing lúxusupptöku í byrjun sprettu. Aburðarskammtar
í þessari tilraun vom 150 kg N, 66 kg P og 124 kg K, allt á hektara. Þá er próteinmagn
hafranna lágt miðað við tegundir sem slegnar em á svipuðum tíma.
Betri nýting sprettutíma
Óvíða um land má gera ráð fyrir styttri sprettutíma fyrir grænfóður en 100 daga.
Sprettutíminn er því augljóslega vannýttur ef sáð er tegund eins og sumarrepju sem er
fullnýtt eftir 60-70 daga. Eina tegundin sem kemur til greina í þessu skyni er rýgresi,
og má í raun hugsa sér rýgresi í sáðblöndu með öllum tegundum nema mergkáli og
næpu.Árin 1992 og 1993 vom ýmsar tegundir prófaðar með rýgresi og em niðurstöður
í 6. töflu. Þar má sjá uppskem svarðarnauta rýgresisins í hreinrækt og í blöndunni við
sama sláttutíma og þann endurvöxt sem rýgresið gaf.