Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 183
181
Tvíraðabygg virðist hafa mun meiri almenna mótstöðu gegn sveppum en
sexraðabygg. Nú á síðustu árum hefur tekist með kynbótum að koma sérhæfðu
ónæmi gegn Augnbletti í einstök yrki. Dæmi um það er sexraðayrkið Lavrans frá
Noregi. íslensku yrkin hafa aftur á móti til að bera almennt sveppaþol.
Til að fmna mismun á mótstöðu einstakra yrkja voru notaðar fjórar tilraunir
þar sem mismunandi yrki voru reynd með eða án úðunar á smituðu landi. Þessar
tilraunir voru gerðar á Korpu 2002 og 2003 og í Vindheimum og Miðgerði 2003.
3. tafla. Áhrif Augnbletts á mismunandi yrki. Meðaltal fjögurra tilrauna.
Kornuppskera úr sjúkum reitum sem hlutfall af reitum úðuðum með Sportak
Úðað=100
Yrki án mótstöðu Filippa tvíraða, sænskt 88
Rolfi sexraða, finnskt 73 Arve sexraða, norskt 89
Olsok sexraða, norskt 75
Yrki með mikla mótstöðu
Yrki með nokkra mótstöðu Saana tvíraða, finnskt 95
Ven sexraða, norskt 83 Kría tvíraða, íslenskt 95
Gaute sexraða, norskt 84 Skúmur sexraða, íslenskt 95
Tiril sexraða, norskt 85 Lavrans sexraða, norskt 96
Nina sexraða, norskt 85 Skegla tvíraða, íslenskt 96
Tölumar í 3. töflu sýna fyrst og fremst mun yrkjanna innbyrðis. Uppskemrýmun af
völdum Augnbletts getur orðið miklu meiri en þetta en væntanlega stenst hlutfallið
milli yrkjanna.
3. Sáðskipti
Tilraunir hafa verið gerðar til þess að ákvarða hve fljótt smit byggist upp í akri.
Hingað til höfum við haldið að akrar væm ekki fullsmitaðir fyrr en á þriðja ári en
greinilegt er að það stenst ekki. Hér fylgja niðurstöður úr tilraunum á Korpu árin
2001 til 2003.
4. tafla. Uppskerurýrnun af völdum Augnbletts í tilraunum í misgömlum byggakri á
Korpu, yrkið var Olsok.
Kornuppskera
úðað hkg þe./ha sjúkt hkg þe./ha hlutfall
Á 1. ári 57,3 50,5 88
Á 2. ári 54,9 41,5 76
Á 5. og 6. ári, mt. 41,2 30,6 74
Eftirverkun árið eftir úðun 49,0 40,7 83