Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 197
195
in vivo og borið hefur á óeðlilega langri meðgöngu og óeðlilega stórum kálfum við
þessa meðferð. Framfarir eru þó mjög hraðar í þessari tækni og árangur fer hratt
vaxandi á allra síðustu árum (Callesen et al., 2002). Aukin hætta er á skyldleikarækt
með fjölgun afkvæma undan sömu gripum eins og gerist með IVEP og þarf að taka
sérstakt tillit til þess í ræktunaráætlunum. Nýir möguleikar felast í því að hægt er að
frjóvga egg úr sömu kúnni með sæði úr mörgum nautum sem gefur færi á auknum
framförum án þess að auka skyldleikarækt (Goddard og Wiggans, 1999; Van
Arendonk og Bijma, 2002).
Tilraunir með einræktun eða klónun hafa þróast samhliða tækninni með framleiðslu
fósturvísa á tilraunastofum. Síðan hin fræga skepna Dolly fæddist í Skotlandi árið
1997 hafa tilraunir með klónun byggt á sömu eða svipaðri tækni og þar var gert, þ.e.
að fjarlægja kjama úr eggfmmu og setja í staðinn kjama úr annarri fmmu úr
frumuræktun. Ræktuðu fmmumar em ýmist úr líkamsvefjum eða fósturfmmur.
Tekist hefur að framleiða einræktaða kálfa með þessari aðferð í Bandaríkjunum en
árangur er þó langt frá því að vera viðunandi til notkunar í ræktunarstarfi (First et al,
1999).
Nýting beggja þessara tækniaðferða sem hluta af kynbótastarfi í nautgriparækt á næstu
ámm hlýtur að takmarkast við fjölgun afkvæma undan allra verðmætustu gripunum í
stómm nautgripakynjum vegna mikils kostnaðar. Nú þegar em til dæmi um toppnaut
sem hafa verið klónuð og seld háu verði (Callesen et al., 2002). Nýting einræktunar
með fósturvísaflutningum í almennum kynbótum getur hækkað afurðastig í
búfjárstofni á stuttum tíma með mikilli fjölgun gripa með bestu arfgerðimar en eftir
það stöðvast framfarir vegna þess að breytileiki minnkar og þar með úrvalsárangur
(Goddard og Wiggans, 1999; Van Arendonk og Bijma, 2002). Hugmyndir um
nýtingu einræktunar tengjast því fremur fjölgun erfðabreyttra gripa ef til þess kemur
eins lýst er hér á eftir.
Kyngreining á sæði hefur lengi verið á óskalista kynbótamanna. Tilraunir með
kyngreiningu hafa staðið um árabil og hefur aðferð sem byggir á mismunandi magni
DNA í sáðfmmum með XX og XY litninga skilað bestum árangri (High speed flow
cytometry). Aðferðin skilar þokkalega ömggri kyngreiningu en mikil afföll em á
sáðfmmum vegna meðhöndlunar á sæðinu. Afköst em þó alltof lítil til þess að tæknin
sé nothæf í almennu kynbótastarfi og tæknilegir annmarkar em taldir á því að ná
viðunandi afköstum með þessari aðferð (Gamer og Sedel, 2003). Ávinningur af
kyngreiningu sæðis í kynbótum mjólkurkúa er raunar ekki talinn afgerandi en hins
vegar er mikill áhugi á kyngreindu sæði hjá holdanautabændum sem framleiða
blendingskálfa til slátmnar. Annar möguleiki til kyngreininga er að taka fmmusýni úr
fósturvísum sem fijóvgaðir em in vitro og greina með tilliti til DNA raða á Y litningi
(First et al., 1999).
Erfðabreytt búfé
Erfðabreyttar lífvemr em skilgreindar sem lífvemr sem búa yfir aðfluttu erfðaefni úr
öðmm tegundum en sinni eigin. Fyrstu rannsóknir þar sem tókst að flytja erfðavísi í
spendýr vom gerðar á músum upp úr 1980 og þróun á þessu sviði hefur að miklu leyti
verið fyrst í þeirri tegund. í búfé hefur mest verið unnið með jórturdýr ekki síst í
verkefnum sem tengjast læknisfræði þar sem markmiðið er að flytja erfðavísa sem
skrá fyrir lyfjaefnum í kýr, kindur eða geitur og einangra síðan efnin úr mjólk
gripanna. Til em allmörg dæmi um tilraunir þar sem tekist hefur að flytja slíka
erfðavísa í jórturdýr og staðfesta bæði eðlilegar erfðir milli kynslóða og tjáningu
þeirra í mjólk (First et al., 1999). Ekki hefur þó reynst mögulegt að nýta tæknina til