Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 201
199
þúsundum gripa árlega en þar er gert ráð fyrir að tengsl séu fyrst og fremst innan
fjölskyldna (Boichard, 2003).
Unnið er að þróun aðferða við kynbótamat þar sem tekið er tillit til niðurstaðna um
QTL erfðavísa og/eða merkigen en það er mjög flókið viðfangsefni þar sem meta þarf
hlutfallslega áherslu á DNA greininga á móti hefðbundnu kynbótamati út frá
mögulegum ávinningi af nýta þessar upplýsingar. Samkvæmt Goddard og Hayes
(2002) er ávinningur af notkun DNA upplýsinga háður fjórum þáttum:
1. Öryggi hefðbundins kynbótamats fyrir þá eiginleika sem valið er fyrir, sem er fall
af arfgengi eiginleikanna og eðli mælinga sem matið er byggt á. Mjög lítill eða
enginn ávinningur er af notkun MAS fyrir eiginleika þar sem hefðbundið úrval er
traust. Þar má gera ráð fyrir að jákvæðir erfðavísar séu nú þegar í hárri tíðni af
völdum úrvalsins og nýting upplýsinga um merkigeni bætir engu þar við.
2. Áhrif QTL sæta á erfðabreytileika eiginleikanna. Eftir því sem áhrifin eru meiri
því meiri árangurs má vænta.
3. Öryggi mats á áhrifum QTL sæta. Þetta mat er í flestum tilfellum óöruggt þegar
áhrifin eru hlutfallslega lítil, sérstaklega ef tengsl eru bundin við merkigen innan
fjölskyldna, en gífurlega fjölda gripa þarf til að meta slík áhrif af nákvæmni.
4. Kostnaður við DNA greiningar.
Alla þessa þætti þarf að vega saman til að meta mögulegan ávinning en almennt er
talið óráðlegt að leggja mikla áherslu á MAS sem miðast við eitt eða fá QTL sæti þar
sem líklegt er að þá dragi úr heildarframförum.
Rannsóknir á Holstein kúm í Danmörku og Svíþjóð
Rétt er að geta sérstaklega um rannsóknaáætlun sem hleypt var af stokkunum 1998
við búfjárræktardeild rannsóknastofnunarinnar á Foulum í Danmörku. Verkefnið er
unnið í samvinnu við nautgriparæktarsamtök í Danmörku og Svíþjóð en öll
rannsóknavinna er unnin á Foulum. Verkefninu er skilmerkilega lýst í áfangaskýrslu
frá 2001, sem hér er stuðst við og vísað er til hennar um nánari upplýsingar
(Guldbrandtsen et al., 2001).
Verkefnið er afar umfangsmikið og telst vera stærsta verkefni af þessu tagi sem ráðist
hefur verið í fram að þessu með það að markmiði að finna tengsl milli merkigena og
hagnýtra eiginleika í nautgripum. Áætlað að greina kýr í 20 fjölskyldum
(granddaughter design), þ.e. sonardætur 20 nautsfeðra af Holstein kyni sem eigi að
meðaltali 100 syni hvert, eða 2000 dætrahópa. Prófa á samhengi um 60 eiginleika við
200 merkigenasæti sem eru dreifð á 29 litningapör (öll nema kynlitninga). Með
þessum gífurlega fjölda er hugmyndin að ná betra öryggi í mati á QTL áhrifum en í
eldri rannsóknum og eins að eiga möguleika á greina hlutfallslega lítil áhrif.
Verkefnið spannar nær alla skráða eiginleika í umfangsmiklu skýrsluhaldi í þessum
löndum, m.a. eiginleika sem tengjast burði (burðarerfiðleikar og kálfadauði),
fijósemiseiginleika, júgurheilbrigði og útlitsdóma auk mjólkurafurða. Flestar aðrar
rannsóknir í nautgriparækt hafa nær eingöngu fjallað um eiginleika sem varða
mjólkurafurðir vegna þess að skráning annarra eiginleika er yfirleitt mjög takmörkuð
annars staðar en á Norðurlöndum. Eitt helsta markmið verkefnisins er að auka öryggi í
kynbótamati eiginleika sem eru með lágt arfgengi og auka þannig öryggi úrvals í
kerfinu.
Fyrstu niðurstöður gefa vísbendingar um fjölda mögulegra tengsla, sem öll koma
eingöngu fram innan einstakra fjölskyldna en ekki í öllum hópnum. I flestum
tilfellum virðist ekki vera um að ræða náin tengsl merkigena við QTL sæti og talið er