Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 204
202
Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003
Jón Viðar Jónmundsson1 og Emma Eyþórsdóttir2
1Bœndasamtökum íslands
2Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/LBH á Hvanneyri
Inngangur
Fyrsta heimsráðstefna um stórvirka erfðavísa fyrir fijósemi hjá sauðfé var haldin í
Armidale í Ástralíu árið 1980. Þar voru í fyrsta sinn settar fram vísbendingar um
Booroola genið hjá ástralska Merinó fénu. Margir rekja útbreiðslu á þessu fé vítt um
heim beint til þessa fundar. Tilraunir með það urðu á næstu árum mjög umfangsmiklar
í starfi margra tilraunastöðva, sem fengust við rannsóknir á sauðfé víða um heim. Rétt
er einnig að nefna ráðstefnu, sem haldin var í Edinborg árið 1983, um fijósemi hjá
sauðfé. Á þeirri ráðstefnu kom Þokugenið fyrst fram á sjónarsviðið.
I júlí 1990 var síðan önnur heimsráðstefna um ofurfrjósemi hjá sauðfé haldin í
Toulouse í Frakklandi. Þar var kynnt feikilega mikið efni sem að langstærstum hluta
fjallaði um Booroola féð víða að úr heiminum. Héðan frá Islandi voru á þessari
ráðstefnu nokkur erindi sem tengdust Þokufénu, en árin á undan hafði J.P. Hanrahan
frá Irlandi verið við mælingar sínar hér á landi á fjölda egglosa hjá íslensku sauðfé.
Á síðasta ári var aftur kominn tími til að vísindamenn sem starfa að
erfðarannsóknum á sauðfé hittust til að bera saman bækur sínar. Því var blásið til
heimsráðstefnu í Toulouse í Frakklandi í desember 2003 að frumkvæði L. Bodin sem
starfar þar. Fagsvið ráðstefnunnar var talsvert víðara en á fyrri ráðstefnum, eða
stakerfðir hjá sauðfé og geitum. (Workshop on major genes and QTL in sheep and
goat).
Við lögðum land undir fót og sóttum þessa ráðstefnu, sem haldin var dagana
8.-11. desember. í farteskinu vom þrjú erindi. Eitt, sem við höfðum tekið saman ásamt
Stefáni Aðalsteinssyni, um stakerfðir hjá íslensku sauðfé og nýtingu þekkingar þar um
í íslenskri sauðfjárrækt. Annað fjallaði um nýjan ffjósemiserfðavísi sem við teljum
okkur hafa fundið og kennum við upphaf sitt, ána Lóu í Hafrafellstungu í Öxarfirði.
Þriðja greinin, sem kynnt var sem veggspjald, vom niðurstöður úr spumingalista, sem
sendur var síðastliðið vor til allmargra bænda hér á landi, sem bjuggu yfir reynslu í
sambandi við nýtingu á fé með Þokugenið.
Erindi ráðstefnunnar er að finna í umfangsmikilli skýrslu frá henni. Hér á eftir
verður bmgðið ljósi á nokkra athyglisverðustu þættina, sem fram komu á
ráðstefnunni, en ekki er mögulegt hér að fjalla um nema örlítinn hluta þess sem þar
kom fram. Nokkuð var af erindum um geitur og liggja þær hér að öllu óbættar hjá
garði. Þá verður ekki fjallað um íslensku erindin hér. í þessu skrifaða erindi er fjallað
um talsvert fleiri þætti, sem fram komu á ráðstefnunni, en þá sem hægt verður að
fjalla um á fundinum.
Erfðamengi sauðfjár
Fyrsti hluti ráðstefnunnar vom erindi þar sem fjallað var um þær aðferðir sem menn
hefðu til að greina og staðfesta erfðavísa og uppbyggingu genakorta. Hér verður ekki
fjallað neitt um slíka aðferðafræði.
Fram kom að í genakortum í dag væm hjá sauðfé skilgreind 1100-1200
merkigen. í leit að erfðavísum er auk þess orðin vemleg hjálp af nákvæmum
genakortum í öðmm tegundum; mannfólki, músum, svínum og nautgripum. Þegar