Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 205
203
farið er að bera saman kortin á milli tegunda þá finnast litningabútar hér og hvar sem
eru sameiginlegir á milli tegunda og þannig opnast oft möguleikar til að flytja
þekkingu frá rannsóknum í öðrum tegundum. Vafalítið mun slíkt hjálpa mikið til í
framtíðinni að fylla í myndina hjá sauðfé og mynda þéttari genakort, þar sem DNA
rannsóknir á sauðfé munu aldrei verða jafn umfangsmiklar og í fyrmefndum
tegundum.
Mikið af leit út frá merkigenum byggir á að finna tengsl þeirra við mælingar á
eiginleikum, sem verið er að leita að erfðavísum fyrir. Rétt er að vekja athygli á því að
skortur á víðtækum gagnasöfnum er mjög víða í heiminum einn helsti þröskuldurinn í
rannsóknum á sauðfé í samanburði við t.d. nautgripi. Vert er að vekja athygli á þeirri
sérstöðu sem er hér á landi með öflugri upplýsingagrunn um sauðfé en víðast annars
staðar þekkist.
í einu erindanna var minnt á mikilvægi þess að halda uppi samræmdu
nafnakerfi á erfðavísunum jafnskjótt og þeir finnast. Slík “ömefnanefnd” hefur starfað
fyrir sauðfé undir skammstöfuninni COGNOSAG og má minna á að Stefán
Aðalsteinsson var í þeim hópi vísindamanna, sem hleyptu henni af stokkunum.
Eiginleikar
a) Ull, skinn og ullargœði
Rannsóknir á þessum eiginleikum hjá sauðfé eiga sitt höfuðvígi í Astralíu líkt og
vænta má og gerður þarlendir vísindamenn gerðu grein fyrir stöðu rannsóknanna.
Litarerfðavísar era eitt besta dæmið um stakerfðavísa hjá sauðfé, sem lengi
hafa verið þekktir og víða hagnýttir í ræktunarstarfi og þá ekki hvað síst hér á landi.
Veigamesta erfðavísasætið (A-sætið) hefur verið staðsett á litningi 13. Ýmis fleiri gen
eða erfðavísaflokkar era þekktir, sem hafa mikil áhrif bæði á ullargæði og ullarvöxt.
Ástralíumenn hafa lagt feikilega mikið í rannsóknir á þessu sviði á síðari áram
þar sem unnið er að fjölþættum markmiðum. Jafnhliða leit að erfðavísum er verið að
leita frekari þekkingar á samspili þátta sem stýra ullarvexti og ullargæðum. Neikvætt
samband ullarmagns og fínleika ullar er m.a. þáttur, sem mikil áhersla er lögð á að
komast fram hjá. Það virðist sem í upphafi hafi Ástralar haft miklar hugmyndir um að
ná skjótum árangri með að einangra einstök gen og geta síðan beitt erfðatækni við
flutning þeirra. Þeir hafa nú uppgötvað að leiðin þangað er líklega lengri en þeir
ætluðu í upphafi.
Mjög stórt rannsóknaverkefni er í gangi í Ástralíu með blendingshóp af
Romney x Merinó fé þar sem fram fara miklar og nákvæmar mælingar á miklum
fjölda eiginleika, jafnhliða greiningu á merkigenum. Enn hafa þessar rannsóknir ekki
leitt til niðurstaðna sem mögulegt hefur verið að nýta í hagnýtu ræktunarstarfi.
b. Frjósemi
Mikilvirkir erfðavísar, sem hafa áhrif á fijósemi, vora eins og fram hefur komið, öðra
fremur aflvakinn að þessari ráðstefnu. G.H. Davis frá Nýja-Sjálandi gaf yfirlit um
stöðu í þessum efnum. Hann hefur ásamt J.P. Hanrahan á írlandi verið í forystu
rannsókna í þessum efnum í heiminum á síðustu tveimur áratugum.
Byrjun á þessari þróun verður eins og áður segir rakin til 1980 þegar fram
komu hugmyndir um að ofurfijósemi í Booroola, sem þá var stofn af Merinó fé á
tilraunastöð í Ástralíu, mætti skýra með áhrifum af einum stórvirkum erfðavísi. Fé af
þessum stofni dreifðist síðan til rannsóknarstöðva víða um heim og miklar rannsóknir
hófust á þessum eiginleika ásamt leit að sjálfu geninu. Á meðan genið var óþekkt var
ekki hægt að greina arfberana nema með afkvæmarannsóknum á hrútum, sem að