Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 206
204
sjálfsögðu var bæði kostnaðarsamt og tímafrekt. Árið 1993 staðsettu nýsjálenskir
vísindamenn merkigen tengt Booroola geninu á litningi 6. Próf fyrir merkigeninu var
hægt að nýta til að áætla Booroola arfgerðina og er sagt að öryggi þess hafi verið um
90%. Miklar rannsóknir til að einangra sjálft genið (FecB) hófust í framhaldi af þessu
og árið 2001 fundu hópar vísindamanna á Nýja-Sjálandi, í Frakklandi og í Skotlandi
genið nær samtímis. Frá þeim tíma er því fyrir hendi aðferð (DNA próf) til nákvæmrar
staðfestingar á því hvort viðkomandi einstaklingur er arfberi. Það að nú er mögulegt
að staðfesta genið hefur leitt af sér aðra skemmtilega leit.
Uppruni þessa eiginleika hafði lengstum verið á huldu en H.N. Tumer, sem
hóf rannsóknir á þessu fé, taldi sig þekkja sögusagnir um að það mætti rekja til
blöndunar við indverskt fé sem flutt hefði verið til Ástralíu fyrir rúmum tveim öldum.
Þetta hefur nú verið staðfest þar sem Garole (Bengal) dvergféð á Norðaustur Indlandi
virðist vera nánast arfhreint fyrir þessum sama erfðavísi. Síðan hefur á þennan hátt
mátt rekja að það er þetta sama gen, sem er að finna í Java fénu í Indónesíu og menn
töldu til skamms tíma annað slíkt fijósemisgen og í Kína eru fundin fjárkyn sem heita
Hu og Han þar sem þetta gen er einnig að finna.
Áhrif Booroola gensins vom vel þekkt áður en það sjálft var greint. í
arfblendnu ástandi leiðir það til aukningar um eitt fætt lamb á hverja á og arfhreinar
ær fæða um 1,5 lömb hver aukalega. Þessi áhrif eru of mikil til þess að leiða til
mikillar hagnýtra nota. Genið hefur verið flutt í fjölda fjárkynja víða um heim, en
slíkar tilraunir hafa verið gerðar í það minnsta í á öðrum tug landa. Gerð var grein
fyrir notkun á Booroola í blendingsrækt í tveim mismunandi kynjum. í ísrael hófst
flutningur á geninu í Assaf kynið þar í landi. Þar er um að ræða fé, sem notað er til
mjólkurframleiðslu að hluta, og lömbin því vanin undan ánum rúmlega mánaðar
gömul og fóðruð frá þeim aldri til slátrunar. Með blendingsrækt hefur verið komið
upp stofni af mjög fijósömu Assaf fé. Þá var greint frá viðamiklum
samanburðartilraunum í Frakklandi þar sem geninu hafði verið blandað í mjög
ófijósamt fé af Merinos d 'Arles kyni. Æmar sem hafa genið skila um 40% meiri
þunga lamba á fæti eftir hverja á við 70 daga aldur lamba. Þessu fylgir að vísu
talsverður fjöldi lamba sem þarf að fóstra sem heimaganga.
Um 1990 var Inverdale (FecX1) genið uppgötvað í Romney á Nýja-Sjálandi og
um líkt leyti annað gen í sama fjárkyni, sem nefnt er Hanna (FecXH), en þau em
kennd við þær hjarðir þar sem þau vom fyrst greind. Bæði þessi gen hafa lík áhrif og
leiða til aukningar um 0,6 lömb hjá arfblendnum ám sem hafa þau. Þessi gen hafa þá
sérstöðu að þau em kynbundin, þ.e. staðsett á X litningi og erfast því ekki frá feðmm
til sona. Bæði þessi gen hafa nú verið greind og fundið að um er að ræða tvær
mismunandi stökkbreytingar þó að svipfarsáhrif þeirra séu þau sömu. Annað sérkenni
þessara gena er að í arfhreinu ástandi valda þau ófijósemi, eggjastokkar hjá
arfhreinum ám era óvirkir. Þetta leiðir til þess að framræktun á eiginleikanum verður
að gerast eftir ákveðnum reglum. í dag er sagður vemlegur áhugi á Nýja-Sjálandi fyrir
hrútum sem hafa genið, bæði af Romney og Texel kynjum. Nýsjálendingar hafa metið
að við hefðbundnar búskaparaðstæður þar í landi sé aukaverðgildi slíkra hrúta vegna
gensins 3350 NZ$.
Erfðum á Woodlands geninu (FecX2w) var fyrst lýst árið 1999, en það fannst í
hjörð af Coopworth fé og er uppmni þess rakin til myndunar á því kyni við háskólann
í Lincoln um 1960. Erfðir á þessu geni em mjög flóknar. Það er kynbundið en því til
viðbótar em erfðir þess það sem kallað er imprinted (tjáning gensins háð því frá hvom
foreldra genið erfist). Áhrif af geninu, þegar það er tjáð, em um 0,25 fædd lömb eftir
hverja á. Ærin verður að erfa genið frá föður sínum til að það sé í tjáð (gen frá
móðurinn er þögult). Því til viðbótar þarf hrúturinn að hafa erft genið frá móður, sem