Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 207
205
hefur genið í þöglu formi. Þessar erfðir hafa því afar slitrótt birtingarform,
fijósemishrútamir koma fram við og við með nokkurra kynslóða bili. Fundist hefur
önnur ættarlína í Coopworth fé þar sem fram koma sams konar erfðir og er hún kennd
við Meterell. Talið er hugsanlegt að þetta gen sé mjög útbreitt í þessu fjárkyni og því
sé hér ef til vill um sama genið að ræða. Slíkt verður þó ekki fullyrt fyrr en genið
verður greint. Að því er unnið að krafti, en Davis taldi samt líklegt að nokkur ár liðu
áður en það lokamarkmið næðist. Woodland genið leiðir ekki til ófrjósemi í
arfhreinum ám.
Cambridge kynið á Bretlandi er myndað fyrir um þremur áratugum við
samblöndum af fé af ýmsum fjárkynjum þar í landi, sem þekkt var fyrir afbrigðilega
mikla fijósemi. Fyrir tæpum tveimur áratugum settu Hanrahan og Owen fram tilgátur
um að hina miklu frjósemi mætti skýra með stórvirkum erfðavísum í þessu fé. Þeir
hafa nú verið staðfestir og fremur tveir en einn. Annars vegar er um að ræða
kynbundnar erfðir, sem lýsa sér á líkan hátt og hjá Inverdale, og önnur stökkbreyting
(FecXG) en sú sem lýst er í Inverdale og Hanna. Hins vegar er búið að greina gen á
litningi 5 (FecGH). Þetta gen veldur einnig ófijósemi í arfhreinum ám en í
arfblendnum ám eykur það egglos um 1,4 egg hjá ánni.
í Belclare fénu á írlandi lýsti Hanrahan ofurfijósemi fyrir um einum og hálfum
áratug og taldi þá að hún yrði ekki skýrð með áhrifum af einu geni. Frekari rannsóknir
hafa sýnt fram á þrjú mismunandi gen hjá þessu fé, sem öll skapa verulega aukna
fijósemi hjá ánum. Um er að ræða tvær mismunandi stökkbreytingar á X litningi, sem
hafa lík áhrif og þær sem áður er lýst. Önnur er sú sama og hjá Cambridge fénu en hin
er ný (FecXB). Þriðji erfðavísirinn þama er einnig sá sami og greindur er í Cambridge
fénu. Fari saman kynbundið gen og fijósemisgenið á litningi 5 þá koma fram ófrjóar
ær.
Árið 1998 birti L. Bodin ásamt samstarfsmönnum sínum í Frakklandi
vísbendingar um stórvirka fijósemiserfðavísa í Lacaune fénu, sem er mikilvægasta
fjárkynið þar í landi. Hjá þeim hafa síðan verið í gangi miklar rannsóknir á þessu, sem
hafa leitt í ljós að hið minnsta tvo stórvirka erfðavísa er að finna hjá þessu fé. Þama
finnst enn ein stökkbreyting á kynlitningi (FecXL?) sem hefur öll þau sömu áhrif á
hliðstæðar stökkbreytingar og áður em nefndar. Síðan er búið að staðsetja nokkuð
nákvæmlega gen á litningi 11. Áhrif af þessu geni á frjósemi em líklega mjög áþekk
og fyrir íslensku genin.
Þokugenið (Fecl) er þrátt fyrir það að koma næst Booroola geninu í aldri um
nákvæma lýsingu á áhrifum þess enn í meiri þoku en þau gen, sem hér hefur verið
fjallað um. Þau áhrif þess, sem fyrst var lýst á frjósemi, hafa verið rækilega staðfest í
öllum síðari rannsóknum. Sömu áhrif em einnig mæld í hjörðum af Cheviot fé á
Bretlandi, sem genið var flutt í fyrir tæpum tveimur áratugum. Fyrir liggur prófun á að
ekki er um að ræða sama gen og Booroola genið og augljóslega er það ekki úr flokki
kynbundnu erfðavísanna. Þama á fundinum lýstum við einnig nýju geni í íslensku
sauðfé, sem virðist hafa mjög hliðstæð áhrif og Þoku genið og allt bendir til að erfist á
sama hátt. Þetta gen kennum við við upphaf sitt, ána Lóu 80-092 í Hafrafellstungu í
Öxarfirði. Leiða má að því gild rök að þetta gen sé til orðið við stökkbreytingu í
þessum einstaklingi. Líklega er leitun á jafn forvitnilegu rannsóknarefni og því að
komast að því hvort hér sé um tvö aðskilin gen að ræða, eða tvær mismunandi
stökkbreytingar í sama sæti, eða sömu stökkbreytingu í bæði skiptin. Hver sem
niðurstaðan yrði er hún jafn forvitnileg til að svara sé leitað.
Þá em til lýsingar á ofurfijósemi í tveimur kynjum, sem bæði em í mikilli
útrýmingarhættu. Hugmyndir em um að hana megi skýra með áhrifum stórvirkra
gena. Annað er Olkuska féð í Póllandi en hitt Belle-He féð í Frakklandi.