Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Blaðsíða 209
207
einnig þekkt í öðrum kynjum þó að áhrif þeirra séu miklu minni. Þessi gen eru einnig
staðsett á litningi 18 mjög nálægt Callipyge geninu.
í umfjöllun um þessa eiginleika var flutt mjög áhugavert erindi um
músatilraunir. Myostatin genið hefur verið þekkt alllengi í búfé og það tengist
vöðvasöfnun eins og “tvöföldum vöðva” (double-muscling) í nautgripum og svínum.
Um leið og jákvæð áhrif slíkra eiginleika á vöðvasöfnun og kjötgæði eru vel þekkt eru
einnig þekkt neikvæð áhrif á fijósemi og streitu hjá gripunum. Mýs hafa lengi verið
notaðar í tilraunum sem módel fyrir eiginleika hjá búfé, ekki hvað síst í vaxtar- og
lífeðlisfræðirannsóknum. í þeirri tilraun, sem þama var greint frá, hafði músalínu, sem
býr yfir sérstökum erfðavísi fyrir þéttan vöxt (compact) verið blandað við línur af
risavöxnum músum. Þannig urðu til ótrúleg vöðvabúnt. í framræktun voru síðan
framleiddar þijár arfgerðir með tilliti til gensins fyrir þéttan vöxt, arfhrein arfgerð,
arfblendin arfgerð og án gensins. Gerð var grein fyrir geysilegum mun sem kom fram
á þessum arfgerðum. Það vakti athygli að miklu færri arfhrein vöðvabúnt komu fram
en eðlilegt var og bendir til affalla á fósturstigi. Fádæma mikill munur kom fram í
útliti, vefjasamsetningu og einstökum líffærum. Þessi tilraun sýnir alveg ótrúlegan
mun arfgerða með tilliti til vöðvasöfnunar en um leið umhugsunarverð áhrif á einstök
líffæri.
e. Sjúkdómar
Avinningur af nýtingu merkigena er líklega hvergi meiri en ef slík gen tengjast
sjúkdómsnæmi eða mótstöðu gegn sjúkdómum. Langsamlega þekktasta dæmi um
slíkt er Príon genið og tengsl þess við næmi fyrir riðuveiki hjá sauðfé. Nokkuð var af
erindum af þessu rannsóknarsviði. Þar vom m.a. rannsóknir þar sem leitað er að fleiri
genum príon geninu, sem gætu haft áhrif á þróun riðunnar hjá fénu. Einnig var skýrt
frá rannsóknum þar sem verið var að velta fyrir sér tengslum príon arfgerðanna við
aðra eiginleika. Þekking á slíku er nauðsynlegur gmnnur áður en farið er í víðtækt
úrval með tilliti til riðuarfgerðanna
Annað mjög stórt rannsóknarsvið í tengslum við sauðfjársjúkdóma tengist
mótstöðu gegn sníkjudýrasmiti. Það verður æ algengara að fram koma stofnar af
sníkjudýmm, sem hafa mótstöðu gegn þekktum ormalyfjum, og því hefur áhugi á að
nýta erfðamótstöðu gegn sníkjudýrasmiti aukist mikið. Umfangsmiklar tilraunir í
Eyjaálfu á síðustu tveimur áratugum hafa varpað ským ljósi á mikinn erfðabreytileika
hjá sauðfé í þessum eiginleika. Erindi var flutt þama þar sem gerð var grein fyrir leit
Ástralíumanna að merkigenum til að nýta í þessu sambandi. Niðurstöðumar hafa enn
skilað fáu nýtilegu og var í erindinu ekki síður gerð grein fyrir margs konar
annmörkum, sem fram koma í sambandi við mælingar á mótstöðu gegn ormasmiti.
Nýting upplýsinga um stakerfðavísa í ræktunarstarfi
Yfirlitserindi um nýtingu merkigena í ræktunarstarfinu flutti einn af þekktari
kynbótafræðingum Frakklands í nautgriparækt, D. Boichard. Hann gerði mjög glögga
grein fyrir því að þessar upplýsingar kæmu ekki í stað hins hefðbundna kynbótamats,
sem við þekkjum og vinnum með í dag, heldur er hér um að ræða viðbótarupplýsingar
sem verða til að treysta gmnninn í matinu. Gildi þessara upplýsinga verður því mest
þegar vankantar em á mælingum eða söfnun upplýsinga í hefðbundnum ferli. Nærtæk
dæmi em kynbundnir eiginleikar, eiginleikar mældir seint á ævi gripsins,
slátureiginleikar, eiginleikar sem hafa lágt arfgengi, eiginleikar þar sem öflum
upplýsinga er dýr o.s.frv. Að sama skapi hafa slíkar upplýsingar minni þýðingu fyrir
eiginleika þar sem upplýsingagmnnur er þegar traustur og framkvæmd úrvalsins er
með vemlegu öryggi.