Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 210
208
Hann flokkaði úrval í grandvelli merkigena í þrjá flokka, sem hann kallaði
MASl, MAS2 og MAS3. í fyrsta flokknum er stuðst við fjölda merkigena, sem hafa
fremur ónákvæma staðsetningu, í öðram flokknum er unnið á grandvelli mjög vel
staðsettra merkigena og í MAS3 er um það að ræða að genið sjálft, sem hefur áhrif á
eiginleikann, er þekkt og mögulegt er að greina það af fyllsta öryggi. Hann taldi að
þessar úrvalsaðferðir muni ekki fá mikla þýðingu í sauðfjárræktarstarfi nema MAS3.
Framkvæmd samkvæmt hinum leiðunum væri of kostnaðarsöm til að skila árangri
fyrir grein eins og sauðfjárrækt þar sem kynbótagripir væra ekki verðmætari en raun
ber vitni.
Víðtækasta notkun á merkigenum í sauðfjárrækt í heiminum í dag er án efa í
ræktunaráætlunum, sem nú er unnið eftir í mörgum ESB löndum, og miða að því að
rækta sauðfé með mótstöðu gegn riðu. Umfangsmiklar áætlanir á þessu sviði vora
kynntar á ráðstefnunni, annars vegar fyrir Bretland (fyrirlesari forfallaðist þannig að
erindið liggur aðeins fyrir sem prentað erindi en var ekki flutt á ráðstefnunni) og hins
vegar Frakkland. Markmiðið í þessum ræktunaráætlunum er skýrt, það er að auka
tíðni þeirra arfgerða príongensins sem era þekktar fyrir mótstöðu gegn riðuveiki.
Stefnt er að því að útrýma úr fjárstofnunum VRQ samstæðunni og um leið er lögð
áhersla á að auka hlutdeild ARR/ARR arfgerðar sem mest í öllum fjárkynjum. í
tengslum við þessar áætlanir er framkvæmd ótrúlega víðtæk arfgerðagreining á fé í
þessum löndum. Samkvæmt bresku upplýsingunum hefur yfir hálf milljón sauðíjár
þar í landi verið arfgerðagreind í tengslum við þetta verkefni og í Frakklandi era
arfgerðagreiningar vegna þessa verkefnis á bilinu 80-90 þúsund á hverju ári. Þessum
greiningum er að sjálfsögðu forgangsraðað, þannig að mest áhersla er lögð á
sæðingarstöðvarhrúta og því næst hrútastofn ræktunarbúanna og þannig fikrað sig
niður eftir ræktunarpíramídanum.
Ljóst er að í íslenskri sauðfjárrækt er þörf á að taka þessi mál til umræðu og ef
til vill að móta ræktunarstefnu með tilliti til þessa þáttar, líkt og orðið er í löndum
Evrópu. Það sem fyrir okkur er talsvert umhugsunarefni er að ARR arfgerðin hefur
ekki enn fundist hjá íslensku sauðfé og er það samkvæmt því við best vitum eina
fjárkynið þar sem þessir þættir hafa verið rannsakaðir sem svo hagar til um.
í lok ráðstefnunnar fór fram umræða um að gera tilraun til að koma á
víðtækara og meira samstarfi aðila vítt um heim sem vinna að erfðarannsóknum hjá
sauðfé. Þörfin fyrir slíkt er brýn. Sauðfjárræktin virðist um allan heim eiga undir högg
að sækja í sífellt harðnandi baráttu um fjármagn til rannsókna. Þörfin fyrir markvisst
starf þar sem komist er hjá tvíverknaði er því ákaflega mikil. Það sem aftur á móti
vinnur að vissu marki gegn slíkri þróun er að talsvert mikið af rannsóknarstarfi á þeim
sviðum, sem hér hafa verið rædd, er unnið undir merkjum einkaleyfa. Það bindur
margt af því fólki, sem að þessu vinnur, í sambandi við miðlun á upplýsingum, sem
fram koma í rannsóknarverkefnunum, til annarra.
Heimildir
Proceedings of the intemational workshop on major genes and QTL in sheep and goat 8-11 December
2003, Toulouse (France). (Skýrsluna má nálgast hjá höfundum erindisins).