Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Síða 213
211
Vorhretskemmdir á trjátegundum í flatlendi á Suðurlandi
Aðalsteinn Sigurgeirsson og Halldór Sverrisson
Rannsóknastöð skógrœktar, Mógilsá
Útdráttur
Sitkagreni (Picea sitchensis (Bong.) Carr.) og alaskaösp (Populus trichocarpa Torr. et
Gray) eru trjátegundir sem vonir eru bundnar við til skógræktar í vetrarmildum,
úrkomusömum héruðum sunnan- og vestanlands. Reynslan frá því fyrir réttum 40
árum (í aprílhretinu 1963) sýnir þó að í þessum sömu héruðum getur sumum kvæmum
og klónum tegundanna verið hætta búin af vorfrostum í óvenjulegu árferði.
Tækifæri gafst sumarið 2003 til þess að bera saman vorfrostskemmdir meðal klóna og
kvæma þessara og fleiri tegunda í samanburðartilraunum. Eftir hret sem reið yfir
landið um mánaðarmótin apríl-maí, í kjölfar óvenjulegra og langvarandi vetrarhlýinda
var ákveðið að safna sem gleggstum upplýsingum um mun milli erfðahópa í
fjölmörgum samanburðartilraunum sem lagðar hafa verið út á vegum
Rannsóknastöðvarinnar á Mógilsá undanfarinn áratug.
Á þessu veggspjaldi er gerð grein fyrir niðurstöðum frá tveimur tilraunastöðum, sem
lagðar voru út á flatlendi í uppsveitum Suðurlands sumarið 1996. I Þrándarholti eru
bomir saman 35 klónar (arfgerðir) alaskaaspar, en í Mosfelli eru borin saman 27
kvæmi sitkagrenis, 11 kvæmi sitkabastarðs (P. x lutzii), tvö kvæmi blágrenis (P.
engelmanni), eitt kvæmi hvítgrenis (P. glauca), eitt kvæmi svartgrenis (P. mariana),
eitt kvæmi serbagrenis (P. omorika), eitt kvæmi japansgrenis (P. jezoensis) og fimm
kvæmi balkanfuru (Pinus peuce). Vegna þess að saman fór ör kólnun í kjölfar
langvarandi hlýinda og hörð næturfrost í fyrstu viku maímánaðar, urðu skemmdir á
tijám vemlega meiri en á öðmm tilraunastöðum sem skoðaðir voru í þessum
landshluta.
f Þrándarholti kom fram greinilegur og marktækur munur í toppskemmdum meðal
asparklóna í kjölfar hretsins. Sjö af 35 klónum í tilrauninni (‘Brekkan’, ‘Pinni’, ‘Súla’,
‘Óðinn’, ‘Karl’, ‘Jóra’ og 83-14-15) sluppu óskemmdir. Skemmdir vom mismiklar hjá
öðmm klónum, en allt að 80% trjáa hjá klónunum ‘Múli’ og ‘Ey’. Klónum sem
ættaðir vom frá meginlandssvæðum Alaska var almennt mun hættara við skemmdum
en þeim sem ættaðir vom frá strönd Alaska.
Á Mosfelli urðu almennt miklar skemmdir á nálum og bmmum meðal og innan
grenitegunda og kvæma þeirra. Einstaklingsmunur var hins vegar verulegur innan
kvæma og vom dæmi um að tré stæðu óskemmd við hlið stórskemmdra trjáa af sama
kvæmi sömu tegundar. Það kvæmi sitkagrenis sem var áberandi minnst skemmt var
kvæmið ‘Tumastaðir’ (úr fræsöfnunarteig að Tumastöðum í Fljótshlíð). Móðurtrén
sem fræi var safnað af á Tumastöðum eiga sér þá forsögu að hafa verið meðal þeirra
fáu sitkagrenitrjáa sem lifðu af skemmdir í hretinu 9. apríl 1963, réttum 40 árum áður.
Þetta gæti bent til að úrval hafi þegar orðið í fyrstu kynslóð íslenskra sitkagrenitrjáa,
og að eftir töluverðu sé að slægjast í frekari úrvala og kynbótum gagnvart frostþoli að
vori. Flest tré balkanfuru (af fimm kvæmum frá Búlgaríu) í tilrauninni sluppu frá
hretinu án teljandi skemmda. Balkanfura hefur lítið sem ekkert reynd til skógræktar á
íslandi, en góður og öruggur vöxtur í þessari og fleiri tilraunum af sama aldri gefa
fyrirheit um að hér sé áhugaverð tegund til nánari skoðunar og frekari ræktunar.