Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 214
212
Skógvæðing íslands: Staða og horfur
Aðalsteinn Sigurgeirsson1, Þröstur Eysteinsson2,
Amór Snorrason og Bjarki Þór Kjartansson1
Rannsóknastöð skógrœktar, Mógilsá1 og Skógrœkt ríkisins2
Útdráttur
Þekja skógar á íslandi er hin minnsta sem þekkist í Evrópu. Aðeins 1,3% landsins er
vaxið skógi eða kjarri og aðeins 0,3% telst „réttnefndur skógur“ (e. forest) samkvæmt
skilgreiningu FAO (Landbúnaðar- og Matvælastofnunar Sameinuðu þjóðanna), þar
sem gert er ráð fyrir að meðalhæð tijáa sé hærri en 5 m, með að lágmarki 10%
laufþekju. Minna en 0,1% landsins er vaxið ræktuðum skógi, en það hlutfall mun fara
mjög vaxandi á komandi árum. Um 95% af skógrækt fer fram með fjárstuðningi frá
ríki, einkum til ræktunar „fjölnytjaskóga“ á landi í einkaeign, undir stjóm s.k.
„Landshlutabundinna skógræktarverkefna“. Samkvæmt lögum nr.56/1999 um
landshlutabundin skógræktarverkefni er á fyrstu 40 ámm frá setningu laganna stefnt
að ræktun skóga á a.m.k. 5% af láglendi (þ.e., landi undir 400 m hæð yfir sjávarmáli),
sem jafngildir 2% af heildarflatarmáli landsins. Eigi þetta markmið að nást, verður
árlega að rækta nýjan skóg á 5400 hekturum lands næstu áratugi. Til samanburðar
nam heildargróðursetning á landinu á árinu 2002 um 1000 ha, svo ljóst er að stórauka
verður árlega „skógvæðingu" (þ.e. gróðursetningu og sjálfsáningu skóga), á næstu
ámm og áratugum, eigi markmið laganna að nást á næstu 35 ámm. Miðað við
núverandi takt skógvæðingar, náum við aðeins að klæða tæplega 1% láglendis (0,4%
landsins alls) skógi fyrir 2040 og það tæki landsmenn 4310 ár að klæða allt láglendi
Islands skógi.
1. mynd. í hverju landshlutabundnu skógræktarverkefni skal, skv. lögum, stefnt að
ræktun skóga á að minnsta kosti 5% af flatarmáli láglendis á 40 ára líftíma hvers
verkefnis. Myndin sýnir landssvæði sem heyra undir hvert verkefnanna fimm. Dökku
ferhymingamir sýna flatarmál þess lands, í hveijum landshluta, sem áformað er að
klæða skógi á 40 ámm.