Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 219
217
Dimmuborgir og hin fjölþættu verndunarmarkmið nútímans
Andrés Amalds og Stefán Skaftason
Landgræðsla ríkisins
Ágrip
Dimmuborgir í Mývatnssveit em ein af mikilfenglegustu náttúmperlum landsins. Litlu
munaði að þetta djásn yrði sandfoki að bráð, en með vamarbaráttu síðustu 60 ára
hefur tekist að koma í veg fyrir það. Þetta verkefni, sem líkur raunar aldrei,
endurspeglar á margan hátt fjölbreytni landgræðslustarfsins og hve víðtæka þekkingu
þarf til að geta sett skír vemdunarmarkmið til að ná þeim árangri sem stefnt er að.
Hættan sem steðjaði að Dimmuborgum endurspeglar jafnframt þau víðtæku áhrif sem
jarðvegseyðing getur haft langt frá upprunastað, og hve erfitt getur verð að stöðva
sandfok með staðbundnum lausnum.
Myndun Dimmuborga
Hinar sérstæðu hraunmyndanir sem einkenna Dimmuborgir urðu til í miklu eldgosi í
Þrengsla- og Lúdentsborgum fyrir um 2200 ámm. Hraðskreið hrauná hefur líklega
fyllt stóra dæld sunnan Hverfjalls. Hraunið bullaði og sauð í þessum nomapotti þegar
lofttegundir hraunkvikunnar mku úr því, en skánir og þök storknuðu ofan á honum.
Dældin tók lengi við hrauni og hlutar þess storknuðu sem stólpar og hryggir í
dældinni. Svo kom að því að hraunið braust fram um hrauntröð og eftir stóðu
storkuhlutamir og allt hrönglið sem hmndi ofan í pottinn þegar mikið af hrauninu rann
í burt. Drangar og hraunflykki bera enn merki atburðanna, á þeim em hraunskarir og
för eftir núning hraunjakanna.
Sandurinn að sunnan
Á fyrstu öldum landnáms á íslandi hefur verið samfelldur gróður frá Dimmuborgum
og suður undir Vatnajökul. Fram undir 1100 teygði byggðin sig langt inn í landið (sjá
t.d. Sigurð Þórarinsson), og þessi búseta hefur veikt mótstöðuafl gróðursins gegn
harðnandi veðurfari og áhrifum eldgosa. Mikið gjóskugos í Vatnajökli 1477 olli
miklum spjöllum og gróðureyðing í Ódáðahrauni (Ólafur Amalds, 1992).
Áfoksgeirar tóku að myndast, sem þurrar suðlægar áttir bám með sér til norðurs, og
eyddu gróðri í framrás sinni. Sífellt meira efni bættist við frá uppblæstri lands, veðmn
hrauna, áframhaldandi gjóskugosum, breytingum á jökuljöðmm og hlaupum í kjölfar
eldgosa undir jökli. Vítahringurinn magnaðist stöðugt.
Þegar Jarðabók Áma Magnússonar og Páls Vídalín er tekin fyrir Mývatnssveit 1712
virðist hluti foktungunnar hafa verið kominn niður undir bakka Mývatns að suð-
austan. Sandurinn hélt óheftur áfram sína leið og ein foktungan stefndi beint á
Dimmuborgir.
Baráttan við sandinn
Um 1940 var svo komið að Borgimar vom að fyllast af foksandi og var hluti þeirra þá
þegar kominn á kaf. Til að hefta sandinn varð að grípa til umfangsmikilla
landgræðsluverkefna. Bændur á Geiteyjarströnd og Kálfaströnd, sem áttu landið, gáfu
það Sandgræðslu ríkisins, nú Landgræðslu ríkisins, til eignar og umráða árið 1942.
Sama ár var girt 420 hektara svæði í Borgunum til að friða þær fyrir beit. Langir