Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 220
218
grjótgarðar voru hlaðnir til að draga úr sandfoki í suðurhluta
landgræðslugirðingarinnar og melgresi sáð til að hefta sandinn.
Með þessu átaki var Dimmuborgum bjargað frá bráðri hættu, en aðeins í bili. Skortur
á girðingarefni hafði takmarkað stærð þess svæðis sem girt var. Friðaða
landgræðslusvæðið náði því aðeins stutt suður í sandleiðina og þegar frá leið varð
sandurinn sem barst með suðlægum áttum meiri en melgresið gat hamið til lengdar.
Nokkurs konar tímasprengja var að hlaðast upp sem ógnaði framtíð Borganna.
Það kristallaðist upp úr 1990, m.a. með tilkomu innrauðra gervitunglamynda og
rannsóknum á sandleiðum (m.a. Ólafur Amalds, 1992) hve mikill sandur var að berast
í átt að Dimmuborgum. Nýtt átak í vemdun Borganna hófst árið 1994 þegar Baldvin
Tryggvason fyrrverandi sparisjóðsstjóri SPRON og þáverandi formaður Sambands
íslenskra sparisjóða hafði fmmkvæði að því að sparisjóðimir veittu vemdun
Dimmuborga mikinn fjárhagslegan stuðning. Sandurinn sem var laus innan Borganna
var heftur, m.a. með aðstoð sjálfboðaliða og bænda í Mývatnssveit. Góð samvinna
tókst einnig við eigendur Kálfastrandar og Garðs, sem eiga land í sandleiðinni sunnan
Dimmuborga, um mikla stækkun vamarbeltisins. Vinna Garðsbænda við uppgræðslu
og stöðvun sandfoks tókst svo vel að þeir hlutu landgræðsluverðlaunin 2003. Næstu
skref verður að vera að framlengja vamarbeltið inn í sandleiðina til suðurs.
Nýir álagsþættir
Dimmuborgir undirstrika hina nýju álagsþætti sem hafa verið að koma fram á síðustu
ámm samhliða fjölþættari landnýtingarþörfum. Meðal þeirra em áhrif umferðar svo
sem traðks af völdum ferðammanna. Nær 100 þúsund gestir sækja nú þetta
náttúmundur heim á ári hverju. Þessum mikla fjölda fylgja ný vandamál sem leysa
þarf til að koma í veg fyrir spjöll á viðkvæmri náttúru Borganna. Undanfarin ár hefur því
m.a. verið unnið að stígagerð til að halda gestum Borganna á gönguleiðum sem þola
álagið.Vemd og stjóm á nýtingu náttúmlegra auðlinda verður sífellt fjölbreyttara
verkefni.
Vernd sjónrænna auðlinda
Traðk og önnur slík spjöll hafa vissulega mikil sjónræn áhrif. Breytingar á gróðurfari
Dimmuborga geta þó haft enn meiri sjónræn áhrif. Friðun fyrir búfjárbeit var forsenda
hinnar árangursríku baráttu gegn ágangi sandsins sem ógnaði Borgunum.
Beitarfriðuninni fylgir hins vegar annmarki, sem felur í sér vissa þversögn. Áfok yfir
Dimmuborgir bætti vaxtarskilyrði birkis sem vetrarbeit fyrri tíma hélt að nokkm niðri
og nú breiðist það ört út eftir 60 ára friðun. Birkið dafnar best í skjóli hraundranganna
og er að byrja að hindra sýn til þeirra. Á að bregðast við?
Niðurstöður
Hið langa starf að vemdun Dimmuborga endurspeglar um margt þær miklu breytingar
sem orðið hafa á landgræðslustarfi undanfama áratugi, ekki aðeins á íslandi, heldur
alþjóðlega. Lengi vel var aðeins tekist á við staðbundinn vanda, “plástur settur á
sárið”, en ekki vegið að rótum vandans í stærra samhengi, sem í þessu tilviki var
einkum hið gífurlega sandmagn sem barst langt að yfir land sem ekki var verið að
vinna með. Ríkisvaldið var í meginhlutverki og heimamenn tóku lítinn þátt í starfinu.
Upp úr 1990 verða miklar breytingar á skipulagi landgræðslustarfs, hér á landi sem