Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 222
220
Uppgræðsla flagmóa í Skagafirði
Anna María Ágústsdóttir, Ása L. Aradóttir og Bjami Maronsson
Landgrœðsla ríkisins
Flagmóar eru þýft land, þúfur rofnar áveðurs og oftast flög á milli þeirra. Mikil
frostlyfting er í flagmóum og þeir gróa hægt upp af sjálfu sér jafnvel þótt þeir séu
friðaðir fyrir beit búfjár. Þeir eru uppskerulitlir og gróni hluti þeirra er vaxinn
ólystugum plöntu- tegundum. Því er talið eftirsóknarvert að græða upp flagmóa, bæði
til að forða frekara jarðvegsrofi og auka og bæta beitiland viðkomandi jarðar.
í apríl 2003 hófst tilraunaverkefni að Þröm á Langholti í Skagafirði við uppgræðslu
flagmóa. Markmið verkefnisins er að breyta flagmóum úr rýru landi með talsverðu
rofi í uppskerumeira beitiland. Beitt er mismunandi aðgerðum við uppgræðsluna og
jarðvinnslu flagmóanna og verða þær bomar saman með tilliti til árangurs,
hagkvæmni og endingartíma aðgerða.
Svæðið er rýrt mólendi með háum og kröppum þúfum. Gróðurfarið einkennist af
fjalldrapa, holtasóley, hálfgrösum (móasef og þursaskegg) og grösum, en einnig em
nokkuð fjölbreyttar blómjurtir á svæðinu.
Jarðvegur á svæðinu er brúnjörð og blautjörð (Brown & Hydric Andosols) samkvæmt
jarðvegskorti af Islandi (Olafur Amalds og Einar Grétarsson 2001).
Á tímabilinu 1982-2002 var ársmeðalhiti 3°C, meðalhiti janúarmánaðar var -1,8°C, og
meðalhiti í júlí var 9,9°C á veðurstöðinni á Bergstöðum, sem er um 8,5 km norður af
Þröm,. Á sama tímabili var ársmeðalúrkoma þar 466,1 mm.
Tilraunareitir vom lagðir út í apríl 2003. Stærð hvers meðferðarreits er 12 m x 50 m
og em 3 m bil á milli aðliggjandi reita. Lagðar vom út fjórar endurtekningar með níu
reitum í hverri, eða alls 36 reitir (sjá 1. mynd) og var meðferðum dreift tilviljanakennt
á reiti innan hverrar endurtekningar. Meðferðir vom níu talsins, þ.e. mismunandi
samsetningar af jarðvinnsluaðferðum (tæting með tindaherfi, þjöppun með jarðýtu og
óhreyfð viðmiðun) og uppgræðslu (áburðargjöf með og án dreifingu fræja af túnvingli
og vallarsveifgrasi og viðmiðun án áburðar og grasfræs). Tilraunareitimir vom tættir
og þjappaðir 14. og 15. maí, en sáð var og borið á viku síðar, þann 22. maí,
Áburðargjöf fyrsta árið (2003) var 300 kg/ha og næsta ár verður áburðarskammturinn
150 kg/ha. Áburður innihélt 26% N, 6,1% P, 1,5% Ca og 1% S. Sáð var fræblöndu af
túnvingli og vallarsveifgrasi, um 25 kg/ha.
Tilraunareitimir vom fyrst mældir haustið 2003. Grófleiki jarðvegsyfirborðs var
mældur með rofbrú (soil erosion bridge), sem einnig nýtist til að meta jarðvegsrof.
Settir vom út fastir mælipunktar og hæð jarðvegsyfirborð mæld. Samþjöppun
jarðvegs eða þéttleiki (compaction) var mældur með “Penetometer”, m.a. til að fá mat
á áhrifum af umferð vinnuvéla um svæðið. Tekin vom jarðvegssýni og rúmþyngd
jarðvegsins mæld. Heildarþekja gróðurs og þekja einstakra tegundahópa vom mæld í
tíu 1 m2 mælirömmum í hverjum tilraunareit, eða alls 360 römmum. Lagt var mat á
hæð gróðurs og þekju, heildarþekju, þekju einstakra tegundahópa, stærð rofdíla, stærð
þúfna eða mesta hæðarmun innan mæliramma. Niðurstöður mælinga em í vinnslu.
Fyrirhugað er að endurtaka mælingar reglulega á næstu ámm og bera saman árangur,
hagkvæmni og endingartíma aðferða.