Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 224
222
Aðferðir við greiningu næringarsalta í afrennslisvatni frá landbúnaði
Amgrímur Thorlacius / Baldur J. Vigfússon
Landbúnaðarháskólanum Hvanneyri
Efnagreiningum Keldnaholti (Rala og ITI)
Ágrip
Lýst er aðferðum til magngreiningar næringarsalta í vatnssýnum, sem settar vom upp
fyrir tilraun á Hvanneyri 2001 til 2002. Mældur var styrkur Ca2+, Mg2+, K+, Na+,
SO42" (mælt sem S), NH4+, NO3' og PO43" sem og heildarstyrkur fosfórs (TOP) og
heildarstyrkur oxaðra forma köfnunarefnis (TON). Lýst er lauslega grandvallar-
atriðum mælitækninnar. Tíundað er mikilvægi gæðaeftirlits við efnagreiningar og
hvemig að því var staðið í þessu verkefni. Sérstaklega er fjallað um aðferð til
leiðréttingar á reki mælimerkja sem þróuð hefur verið hjá Efnagreiningum Keldna-
holti (EGK). Aðferðin, sem nýtir línulega aðfallsgreiningu (linear regression) gefur
rauntímamat á greiningarmörkum fyrir einstök greiningarefni, en nákvæmt mat slíkra
marka er forsenda fyrir túlkun hluta gagnanna.
Inngangur
Hér er fjallað um framkvæmd efnagreininga í tilraun þar sem fylgst var í heilt ár með
sameiginlegu afrennsli frá margvíslegu ræktarlandi á Hvanneyri. Verkefnið var styrkt
af Framleiðnisjóði landbúnaðarins. Öll sýni vom tekin á sama stað, annan hvem dag
yfir allt tímabilið Túlkun efnagreiningamiðurstaðnanna og tenging við önnur töluleg
gögn er viðfangsefni annarar greinar í þessu riti, “Afrennsli næringarefna af
ræktarlandi” eftir Guðmund Hrafn Jóhannesson og Bjöm Þorsteinsson.
Greining næringarsalta í afrennsli frá ræktuðu landi er mikilvæg þegar meta á
umsetningu saltanna, hvort heldur frá sjónarhóli ræktandans eða frá almennum
umhverfis- og mengunarsjónarmiðum. Þegar heilt ár er skoðað þarf óhjákvæmilega að
taka allmörg sýni. Mikill sýnafjöldi hefur í för með sér að einstök efni getur þurft að
mæla í mörgum tömum. I einni og sömu mælitöm geta komið fyrir sýni með svo háan
styrk að þynningar sé þörf og önnur með styrk sem er lægri en greiningarmörk
mæliaðferðarinnar. I slíkri töm sést oft greinilegt rek þ.e.a.s. að næmni mælitækis
breytist hægt og sígandi gegnum tömina. Á milli mælitama getur komið fram
breytileiki t.d. vegna þess að gera þarf nýjar lausnir, það þarf að endurstilla mælitæki,
hitastigið breytist eða að annar starfsmaður hefur tekið við verkinu. Allir slíkir
skekkju-valdar, þekktir sem óþekktir, gera kröfu til agaðra vinnubragða við
efnagreiningar. Tryggja þarf að tiltekinn efnisþáttur mælist á sambærilegan hátt frá
einni mælitöm til annarar á sömu rannsóknastofu. Jafnframt að niðurstöður séu í
samræmi við það sem gerist á öðram rannsóknastofum og auðvitað í sem bestu
samræmi við raunveralegt innihald sýnisins. Það síðast talda er hreint ekki sjálfgefið.
Þegar fyrir koma lágir styrkir greiningarefna er mikilvægt að greiningarmörk séu
metin vandlega. Þau segja til um hvort lægstu mæligildin séu sannanlega frábragðin
frá blindgildi eða hvort þau megi rekja til flökts (noise) í mælingunni (Keith o.fl.
1983) . Þetta mat krefst þess að sérhver mælitöm innihaldi fjölda blindsýna og
staðalsýna sem dreift er jafnt á sýnaröðina, svo kanna megi hvort sýnilegt rek (drift)
sé í mælimerkinu og leiðrétta megi fyrir því við úrvinnslu gagnanna. Oft skortir á að
vandamálum vegna reks mælimerkja sé nægilega sinnt. Á EGK hefur verið þróuð
stöðluð gagnavinnsluaðferð sem leiðréttir fyrir slíku reki og gefur jafnframt