Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 245
243
Nýbreytni í vöruþróun lífrænnar framleiðslu
Ásdís Helga Bjarnadóttir
Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri, Lífræn miðstöð
Inngangur
Lífrænn landbúnaður hefur verið stundaður hér á landi allt frá árinu 1930, er hann
hófst að Sólheimum í Grímsnesi. Heiri bættust í hópinn og eru nú um 30
framleiðendur sem hafa hlotið lífræna vottun fyrir afurðir sínar. Framleiðslan var í
upphafi að mestu notuð til heimabrúks en undanfarin 6-10 ár hafa lífrænar afurðir
verið til sölu. Þrátt fyrir lítinn áhuga og stuðning stjómvalda gagnvart lífrænni
framleiðslu hér á landi, miðað við nágrannaþjóðir okkar, hefur vömúrval aukist.
Framleiðendum lífrænna afurða hefur farið hægt fjölgandi en fmmkvæði þeirra og
framtaksemi við vömþróun og markaðssetningu er aðdáunarverð. Hér verður gerð
stutt grein fyrir þremur nýjungum í landbúnaðarframleiðslu sem komu á markað á
árinu 2003. í fyrsta lagi má nefna tilbúna rétti frá Eymundi Magnússyni í Vallanesi
sem markaðssettir era undir merkjum Móður Jarðar. í öðm lagi jurtate og jurtahylki
sem framleidd em af Jóni Elíasi Gunnlaugssyni og fjölskyldu í Hveragerði. Afurðimar
em markaðsettar undir merkinu ísplöntur. í þriðja lagi jógúrt sem framleidd er af
fyrirtækinu Biobú sem er í eigu Kristjáns Oddssonar og Dóm Ruf að Neðra-Hálsi í
Kjós. Allar afurðimar hafa hlotið viðurkennda vottun á lífrænni framleiðslu og
vinnslu frá Vottunarstofunni Tún.
Framleiðendumir sjálfir létu í té eftirfarandi upplýsingar en undirrituð fínpússaði
textann og gekk frá til kynningar (einnig á veggspjaldi).
Móðir Jörð
Tilbúnir grœnmetisréttir
Það er langt og strangt ferli að þróa tilbúna
vöm því ekki er nóg að uppskriftimar séu
bragðgóðar heldur þarf að vera hægt að
framleiða þær í vélum, pakka og frysta, þíða
og elda, án þess að gæðin tapist. Þróun
tilbúinna rétta hjá Móður Jörð hófs fyrir um
einu og hálfu ári síðan.
Síðastliðið vor var hafin markaðssetning í heildsölupakkningum (16 stk / 1 kg.) fyrir
mötuneyti og veitingahús. Viðtökumar hafa verið mjög góðar. Eftirspum hefur verið
eftir minni pakkningum og því var ákveðið að hefja framleiðslu nú í janúar 2004 á
250 gr. neytendapakkningum (4 stk). Þrír tilbúnir réttir em komnir í sölu, þeir heita
Byggbuff, Rauðrófubuff og Byggsalat / Tabúle.
Helstu innihaldsefni em Bankabygg, byggmjöl, kartöflur, rauðrófur, steinselja og
hvítkál, allt ræktað hjá Móður jörð í Vallanesi. Önnur innihaldsefni era innflutt s.s.
baunir og krydd, en allt kemur þetta úr lífrænni ræktun.
Vallanesi, 701 Egilsstöðum.
sími & bréfastmi: 471 /747, CSM: 899 5569,
netfang: motbereartb@simnet.is
Náðst hafa samningar við stóru verslanakeðjumar um dreifingu og sölu svo segja má
að framtíðin sé björt verði haldið rétt á spöðunum og viðtökur neytenda verði áfram
góðar.