Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 246
244
Allt ferlið hefur kostað mikið svo áhættan er töluverð og saga gjaldþrota matvæla-
fyrirtækja er löng og döpur. Með áræði og góðri vöru ásamt góðri markaðssetningu
má þó sigrast á mörgum hindrunum og nú er lag því þær vörur sem eru í hvað mestri
sókn í dag eru tilbúnir réttir, frystivara og vörur úr lífrænni ræktun.
Hjá Móður Jörð er framleitt byggmjöl og bankabygg
Byggmjölið er notað í bakstur, sem rasp við steikingu og í aðra matargerð. Bankabygg
er notað líkt og hrísgrjón, í súpur (t.d. kjötsúpuna), grauta, salöt, pottrétti, sem
heilkom í brauð og sem meðlæti með öllum mat.
Markaðssetningin hefur m.a. falist í því að gefa út bækling með uppskriftum og í
beinum kynningum í verslunum, þar sem fólki hefur gefist kostur á því að smakka
rétti úr bankabyggi og brauð úr byggmjöli. Arangur þessa starfs er að nú neyta
íslendingar árlega u.þ.b. 15 tonna af byggi frá Móður Jörð og vöxturinn er mikill á
hverju ári.
Olíurfrá Móður Jörð
Hjá Móður Jörð em framleiddar 3 tegundir af olíum sem góðar em á húð, vöðva og
liði. Þær heita Lífolía, Birkiolía og Blágresisolía.
• Lífolían m.a. góð á auma vöðva og liði, einnig á bólgur, spmngna húð og
fyrir sogæðakerfið. Hún er mikið notuð af nuddumm og á
heilbrigðisstofnunum..
• Birkiolían er alhliða græðandi olía fyrir allan líkaman, hún er mjög græðandi
og hefur gefist vel á sár, kláða og exem.
• Blágresisolían er góð við húðvandamálum svo.s. psoriasis, kláðaútbrotum,
sólarexemi og mjög þurri húð. Hún er mjög góð á viðkvæma slímhúð og
einnig fyrir þurra húð í andliti.
fsplöntur
ísplöntur er fyrirtæki sem selur votmð lífræn íslensk jurtate og
jurtahylki sem unnin em úr íslenskum jurtum og ræktuðum
tegundum.
Gmnnurinn að fyrirtækinu var lagður sumarið 1997 þegar tilraunasöfnun hófst á
jurtum í Ölvisholti í Flóa. Frá upphafi hefur það verið stefna fyrirtækisins að selja
einungis vottaðar lífrænar vömr. Vottunarstofan Tún hefur nú veitt fyrirtækinu vottun
á; söfnun villtra afurða, ræktun hráefnis sem og vinnslu og pökkun.
Núverandi rekstur fyrirtækisins er þannig þríþættur. í fyrsta lagi söfnun villtra jurta í
Ölvisholti í Hraungerðishreppi, í öðm lagi ræktun í Gunnarsholti á Rangárvöllum og í
þriðja lagi þurrkun og pökkun í Hveragerði.
Ýmsar tegundir heilsu- og kryddjurta hafa verið teknar til ræktunar með misgóðum
árangri. Þannig hefur gengið vel að sá fyrir þýskri kamillu, rauðsmára og glitbrá með
beinni sáningu en forrækta garðablóðberg, oregano, kóreu myntu og fleiri tegundir.
Forræktun og útplöntun í raðir hefur þann kost að plöntumar fá forskot á illgresið og