Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 247
245
betra er að fara með raðhreinsara milli raðana en ef sáð er í þær. Sumarið 2003 var
hafin ræktun í gengnum plast. Þannig má betur hafa hemil á illgresinu og gera má ráð
fyrir að jurtimar séu hreinni þegar þær eru uppskomar.
Mjög lítil reynsla er af ræktun tejurta hér á landi, bæði hvað verðar ræktunarþætti s.s.
fjölgun þeirra, harðgerði, jarðvegskröfur, áburðagjöf og æskilegt þroskastig sem og
varðandi tæknikunnáttu, s.s. við sáningu, útplöntun, illgresishreinsun, uppskeru o.fl.
Eigin reynsla og erlendar upplýsingar leggja því fyrst og fremst granninn.
Segja má að þessi ræktun sé enn á tilraunastigi en sáð var í 1000 raðarmetra sumarið
2003, en samanlagt era nú í ræktun 10 þús. raðarmetrar.
Vinnsla afurðanna er í eðli sínu einföld. í þurrkaðstöðunni þarf annaðhvort
vatnshitaðan blásara eða rafmagnsblásara. Hætt er við að hráefnið verði ekki nógu
þurrt, og byggi upp óviðunandi fjölda ger- og myglusveppa við geymslu, ef ekki er
vandað til þurrkunarinnar. Þetta þarf einnig að passa þó hráefnið sé vel þurrkað.
Hjá ísplöntum hefur verið hönnuð tækni til útplöntunar, plastlagningar og kvöm sem
hægt er að stilla með tilliti til komastærðar.
Varðandi markaðssetning þá var í fyrstu sett upp einföld vefsíða á ensku og gerð
tilraun með að selja vöramar í lausasölu á netinu. Það gekk misvel því flestir lögðu
inn svo stórar pantanir að engin leið var að sinna þeim með söfnun villtra tegunda. Því
var hætt árið 1999 og ákveðið að selja jurtate í 30 gr pakkningum. í byijun árs 2003
komu svo fimm tegundir jurtahylkja á markað. Vöramar hafa einungis verið seldar í
heilsuverslunum og sérverslunum hér á landi.
Nú era í boði ísplantna alls 14 te tegundir og 5 tegundir jurtahylkja:
Tejurtir Jurtahylki
Beitilyng Klóelfting Klóelfting
Blágresi Maríustakkur Maríustakkur
Gulmaðra Mjaðjurt Mjaðjurt
Hvannarfræ Rauðsmári (ræktun) Ætihvannarfræ
Kamilla (ræktun) Sigurskúfur Túnfífill
Hvannarlauf Túnfífill
Hvannarrót Vallhumall (ræktun)
Framleiðslumagn síðastliðið sumar var um 350 kg af fullunnum afurðum. Sama ár var
sölumagnið um 150 kg.
Neytendur hafa tekið afurðunum vel en athugasemdir hafa komið frá Lyfjastofnun
gagnvart vefsíður ísplantna, www.isplontur.net sem var opnuð 2003, um brot á
læknalögum. í gangi er einnig mál er varðar stefnu stjómvalda um heilsuvörar er
tengjast ræktun og nýtingu lækningajurta af grasalæknum. Óljóst er hver niðurstaðan
verður en ljóst er að nauðsynlegt er að kynna sér vel og með formlegum hætti hjá
Lyfjastofnun hvort viðkomandi tegund sé leyfð í almennri sölu hér á landi, áður en
hún er nytjuð eða tekin til ræktunar.
Á vefsíðu ísplantna má fá nánari upplýsingar um vörarnar og helstu sölustaði.