Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 253
251
skilyrði í Evrópu. Til þess að svo megi verða þarf að leita svara við ýmsum
spumingum, t.d. hvaða þættir í umhverfinu takmarki vöxt og þroska, hvemig megi
bæta endingu belgjurta í sverði og hvemig sé hægt að bæta fóðumýtingu. COST 852
samstarfsverkefninu Rœktunarkerfi byggð á fóðurbelgjurtum við margbreytilegar
aðstœður var hrint af stokkunum til þess að leita svara við þessum spumingum.
Markmið og ávinningur
Meginmarkmið verkefnisins er að finna leiðir til þess að auka bæði magn og gæði
heimaaflaðs próteinfóðurs fyrir jórturdýr. Þá þarf að aðlaga ræktunarkerfi, sem
byggjast á fóðurbelgjurtum, að margbreytilegum aðstæðum. Margir gætu notið góðs
af verkefninu: Almenningur mun eiga kost á hágæða búfjárafurðum (t.d. rekjanleiki
aðfanga, mikið af fjölómettuðum fitusýmm) framleiddum í sátt við umhverfið,
bændur munu fá aðgang að áreiðanlegri ræktunarkerfum (tegundaval og meðferð), og
vísindamenn munu skiptast á tilraunaniðurstöðum úr þverfaglegum rannsóknum. Til
þess að ná árangri í verkefninu er því skipt upp í þrjá vinnuhópa og hver þeirra hefur
sérstök markmið og sameiginlegar tilraunaáætlanir.
Vinnuhópur 1: Erfðaefni belgjurta.
Nú þegar taka 23 rannsóknahópar í 17 löndum þátt í störfum vinnuhópsins.
Megináhersla er lögð á að auka skilning á lífeðlisfræðilegum ferlum og erfðafræði
aðlögunar, bæði belgjurtarinnar og samlífisörvem hennar, í því skyni að kynbæta ný
og betri yrki mismunandi belgjurtategunda. Hafist hefur verið handa við sameiginlega
tilraun á 15 stöðum í 12 löndum (1. mynd) þar sem rannsakað er hvort stofnar
rauðsmára og hvítsmára með breiðan erfðagmnn gefi meiri og stöðugri uppskem en
stofnar þar sem erfðabreytileiki er lítill (Collins 2004). Eina slíka tilraun er að finna á
tilraunastöð RALA á Korpu og var sáð til hennar vorið 2003.
Vinnuhópur 2: Meðferð túns.
Nú þegar taka 27 rannsóknahópar í 21 landi þátt í störfum vinnuhópsins.
Megináhersla er lögð á að rannsaka þá ferla sem hafa áhrif á afdrif belgjurtanna og
samkeppni þeirra við grasið í sverðinum, gróðurbreytingar í sverðinum og flæði niturs
í andrúmslofti, plöntum og jarðvegi. Hafist hefur verið handa við sameiginlega tilraun
á 38 stöðum í 20 löndum (1. mynd) þar sem rannsakað er hvort ávinningur sé af því
að blanda saman ólíkum tegundum belgjurta og grasa í stað þess að rækta gras
eingöngu m.t.t. uppskem, endingar, viðnámi gegn illgresi og varðveislu næringarefna
við fjölbreytt umhverfi (Sebastia et al. 2004). Eina slíka tilraun er að finna á
tilraunastöð RALA á Korpu og var sáð til hennar vorið 2002.
Vinnuhópur 3: Fóðumýting.
Nú þegar taka 11 rannsóknahópar í 10 löndum þátt í störfum vinnuhópsins.
Megináhersla er lögð á að rannsaka át og beitaratferli, gæði fersks og verkaðs
belgjurtafóðurs, og ferla sem tengjast flæði niturs í vömbinni. Hafist hefur verið handa
við sameiginlega tilraun á 9 stöðum í 7 löndum (1. mynd) til þess að mæla gæði fersks
og verkaðs belgjurtafóðurs og rannsaka hvemig tegundasamsetning fóðursins tengist
nýtingu N annars vegar og gæðum kjöts og mjólkur hins vegar (Wachendorf o.fl.
2004).
Til þess að ná meginmarkmiðum verkefnisins em vinnuhópamir hvattir til þess að
eiga með sér samstarf enda oft um skömn á viðfangsefnum þeirra að ræða. Fundir
vinnuhópa em notaðir til þess að koma niðurstöðum á framfæri með óformlegum