Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 256
254
Áhrif túnræktunar á bjöllur (Coelpotera) í íslensku graslendi
Bjami E. Guðleifsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Möðruvöllum, 601 Akureyri
Yfirlit
Yfirborðssýnum af hryggleysingjum var safnað í fallgildmr á túnspildum og
úthagaspildum á þrenns konar jarðvegi á Möðruvöllum í Hörgárdal frá 22. maí 1996
til 27. maí 1997. Alls fundust 44 tegundir bjallna, eða 30% af þekktum íslenskum
tegundum sem dafna villtar utandyra. Uxategundir (Staphylinidae) vom ríkjandi, 77%
af einstaklingsfjöldanum, og fundust um 34% af þekktum tegundum þeirra á Islandi.
Algengasta tegundin var Oxypoda islandica með um 23% hlutdeild. Tegundum
fækkaði marktækt við túnræktun úr 26 niður í 23, og einstaklingsfjöldinn minnkaði
vemlega og marktækt hjá flestum tegundum nema helst hjá Omalium rivulare. Þá
vom einstaklingar fleiri í mýrlendi en mólendi eða sandkenndum jarðvegi, nema hvað
Tachinus corticinus var marktækt algengari í sandjarðvegi. Tegundir náðu
hámarksvirkni á mismunandi tímum yfir sumartímann.
Inngangur
Túnræktun á íslandi snýst um það að þurrka og vinna landið í upphafi, en síðan er það
oftast notað í mörg ár án endurræktunar. Túnræktunin felur þá í sér árlega
áburðargjöf, slátt og stundum beit. Jarðvinnsla hefur afar mikil áhrif á smádýralífið,
en áhrifa jarðvinnslunnar gætir lítið þegar frá dregur, en áhrif áburðargjafar af
lífrænum eða ólífrænum toga og áhrif sláttar og beitar verða ríkjandi. Túnræktunin
leiðir til breytinga á túninu, bæði breytinga á jarðvegi og gróðurfari. Þessar breytingar
hafa afgerandi áhrif á smádýralífið í túnunum, og kemur það fram í þeirri rannsókn
sem hér er fjallað um. Þar hafa þurftarfrekari plöntur komið inn við ræktunina í stað
nægjusamra plantna í úthaganum (Bjami E. Guðleifsson og Brynhildur Bjamadóttir
2002). Rannsóknir á áhrifum túnræktunar á líf bjallna erlendis sýna að ræktunin leiðir
til einhæfara bjöllusamfélags (Luff & Rushton 1989, McLaughlin & Mineau 1995).
Líf bjallna í íslensku graslendi hefur lítið verið rannsakað. í verkefninu var gerður
samanburður á smádýralífi í gömlum túnum og úthaga til að fá upplýsingar um hver
em áhrif mannlegra aðgerða (áburður, sláttur, umferð) á smádýralífið. Hér verður gerð
grein fyrir samsetningu bjöllufánunnar í graslendi OG áhrifum túnræktunar, nýtingar,
á bjöllutegundir.
Efniviður
Hryggleysingjum var safnað í fallgildmr á þremur túnspildum og þremur
úthagaspildum á Möðruvöllum í Hörgárdal frá 22. maí 1996 til 27. maí 1997. Túnin
vom á þrenns konar jarðvegi; sandi, móa og mýri og úthagaspildumar þijár vom í
námunda við þær á sams konar jarðvegi. Settar vom út 6 fallgildmr í beinni línu með
um 1 metra millibili og þær tæmdar vikulega yfir sumartímann (22. maí - 7. október)
en einungis ein gildra var notuð á hverri spildu yfir vetrartímann (8. október - 27.
maí) og þá með 5% formalíni til að hindra frystingu og var gildran þá tæmd með
lengra millibili. Gildmmar vom 200 ml plastmál með 38,5 cm2 opi sem grafin vom
niður þannig að opið nam við jarðvegsyfirborðið. Plastmálin vom með um 80 ml af
vatni með dropa af sápu til að eyða yfirborðsspennu. Eftir vikulega tæmingu vom
sýnin geymd í 50% isóprópanóli þar til dýrin vom flokkuð og greind til tegunda.