Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 260
258
Gríður, Jón Dýri og Íhalds-Majórinn
- um nafngiftir dráttarvéla
Bjami Guðmundsson
Landbúnaðarháskólanum/Búvélasafninu á Hvanneyri
Inngangur
Þess siðar hefur gætt hérlendis að gefa dráttarvélum og stærri landbúnaðartækjum, t.d.
jarðýtum, sérstök nöfn þótt ekki hafi verið gengið jafnformlega til verks og þegar um
báta, skip og flugvélar er að ræða. Dráttarvélanöfnin má kalla auknefni eða gælunöfn.
Um nokkra hríð hefur spumum verið haldið uppi um þennan sið6. Svara hefur m.a.
verið leitað við þessum spumingum:
hvað vakti þennan sið?
hverjar eru ástæður najhgiftanna ?
hvers konar nöfn er hér um að rœða ?
Hví að gefa vélum (gælu)nöfn?
Nöfn á búfé og öðmm húsdýmm: hestum, nautgripum og sauðfé, svo og hundum og
köttum, em hluti af búmenningu þjóðarinnar sem enn lifir góðu lífi. Nöfn metfjár, t.d.
góðhesta, festust í vitund fólks og bám frægð gripanna víða og lengi. Nefna má
hestana Hrímfaxa, Kinnskæ og Kengálu. Dráttarvélar tóku við hlutverki hestanna. Það
kann að vera ein ástæðan fyrir því að nafngiftasiðurinn hafi færst yfir á arftaka
þarfasta þjónsins. En fleira kemur til.
Ástæður nafngiftanna?
Megi marka nafnadæmin, sem þegar hafa safnast, virðast ástæðumar einkum geta
verið þrenns konar:
1. Vegna sérkenna og sérstöðu dráttarvélanna. Líklega átti þetta einna helst við á
fyrstu ámm þeirra, á meðan vélamar vom enn fáar og í gerð sinni og
vinnubrögðum svo óralangt frá reynsluheimi alls þorra fólks. Nafngiftin var þá
með sínum hætti leið til þess að undirstrika þau fim, sem á ferð vom, og þá
undmn er þau vöktu. Dæmi um slíkt nafn er t.d. Gríður, sem fyrsta dráttarvélin,
er til íslands kom, hlaut árið 1918. Ekki má heldur gleyma því að hin erlendu
nöfn sumra vélanna vom ekki beinlínis þjál í munni forfeðra okkar.
2. Leið til að greina að dráttarvélamar á bænum, þegar þær vom orðnar tvær eða
fleiri, og jafnvel til þess að greina að dráttarvélar sömu tegundar í sama
byggðarlagi. Dæmi em nöfn eins og Hvamms-Gráni, Litli-Rauður og Hóla-
Farmallinn, sýnilega gefin á hliðstæðan hátt og hestanöfn.
3. Góðleg sveitarkímni, gjaman tengd staðbundnum sögnum, atvikum eða
einstaklingum. Þetta er alþekkt útrásarleið löngunar manna, ekki síst í dreifðum
byggðum, að hafa nokkra skemmtan af hinu daglega amstri; stundum einnig
6 Fyllri greinargerð með heimildaskrá er að finna á Nefni, vefriti Örnefnastofnunar íslands. sjá
www.nefnir.is