Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Side 261
259
angi af eðlislægum og saklausum metnaði. Tökum til dæmis nöfnin íhalds-
Majórinn, Gulltönn, Fjárplógurinn og Mublan (lesendum skal látið eftir að
geta sér til um það sem lá á bak við þessi nöfn).
Eðli nafnanna?
Nafnasafnið, sem þegar er orðið til, sýnir fjölskrúð. Eftirfarandi er tilraun til þess að
skilgreina nafnaflokka. Dæmi eru tekin um hvem þeirra:
a. Nöfn sem tengja saman tíma hesta og véla: Rauður, Gamli-Rauður (Farmall
A) og Gráni gamli (Ferguson).
b. Nöfn sem eru stytting úr tegundarheiti vélanna: Nalli (Intemational), Kubbur
(Farmall Cub), Kata (Caterpillar), og Keisi (Case). Fmmlegt má telja nafnið
Silla, sem var viðsnúningur fyrri hluta hins erlenda vélarheitis (Allis
Chalmers). Omagaskúr var til á bæ austanfjalls, kenndur við Hanomag-
dráttarvél, þ.e. að notaðir vom öftustu stafir vélarheitsins.
c. Nöfn sem em eins konar blanda hljóðgervingar og íslenskunar tegundarheita:
Jón Dýri (John Deere), Sámur (Same) og Jósep (JCB). Dæmi em líka um að
eftirlíking mótorhljóða vélar hafi skapað henni viðumefni, sbr. dráttarvélina
Lemm-lemm vestur í Reykhólasveit, með díselvél þýskrar gerðar.
d. Nöfn vœttaog ása: Ásaþór, er var jarðýta í V.-Barð. og Þorgeirsboli sem var
jarðvinnsluvél í S.-Þing.
e. Nöfn dregin afþekktum persónum, sem gjaman tengjast viðkomandi dráttarvél
með einum eða öðmm hætti: Davíð var dráttarvél sem kjósverskur bóndi keypti
af Reykjavíkurborg í borgarstjóratíð Davíðs Oddssonar. Raisa er jarðýta,
sovétskrar gerðar, vestur á Mýram.
f. Nöfn dregin afuppruna vélarinnar, innlendum eða erlendum: Kroppur var
dráttarvél keypt frá Stóra-Kroppi. Borgfírskur bóndi keypti notaða dráttarvél í
S.-Þing. og nefndi hana Loft (kk), en það nafn gæti líka verið í flokki með...
g. .. .nöfnum sem em tengd einstökum atvikum, eða aðstœðum, gjaman
kímilegum: Íhalds-Majórinn var dráttarvél af gerðinni Fordson-Major í eigu
austfirsks bónda sem ekki var vinstri maður en það mun hafa skapað honum
nokkra sérstöðu í byggðarlaginu.
Ýmsar spurningar vakna
Könnunin vekur líka ýmsar spumingar, m.a.: Er nafngiftavenjan á undanhaldi? Er
héraðamunur á nafngiftum? Er þetta séríslenskur siður eða þekkist hann einnig
erlendis? (dæmi um hann em frá Noregi, Englandi o.v.). Hvað með gælunöfn á öðmm
landbúnaðartækjum? Fengur er af öllum fróðleik um viðfangsefnið því þetta er angi
af tækni- og menningarsögu sveitanna sem rétt er að halda til haga.