Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 266
264
100% af hámarksafli) í 6% árlegs notkunartíma. Samsvarandi tala er 18% fyrir 1.
dráttarvél. Erlend rannsókn sýndi að um það bil 17% af vinnutíma dráttarvéla var álag
á þær meira en 80% af mesta afli mótors, og 41% vinnutímans við 60% álags og
meira (Hunt 1995). Aflnýting íslensku dráttarvélanna er því heldur lakari en hin
erlenda rannsókn sýndi, megi marka þessa frumkönnun.
Um niðurstöðurnar
Undirstrika verður að gagnasafnið, sem könnunin byggist á, er hvorki stórt né heldur
valið þannig að álykta megi almennt út frá fengnum niðurstöðum. Þó verður ekki
annað séð en að innra samræmi niðurstaðnanna sé dágott. Könnunarbúin eru yfir
meðalstærð íslenskra búa og sennilega er því notkun dráttarvélanna heldur meiri en
almennt gerist. Það sama gæti einnig átt við meðalnýtingu afls vélanna á
könnunarbúunum.
Ein helsta niðurstaða könnunarinnar er hve notkun hverrar dráttarvélar er þrátt fyrir
allt takmörkuð og þá við fremur takmarkað aflálag. Það undirstrikar mikilvægi þess að
meta sem vandlegast vélarþörfina, þegar að endumýjun dráttarvélar kemur: hvaða
verk á að leysa með vélinni og þá hvaða aðrir kostir komi til álita við að leysa þau
(Bjami Guðmundsson 2002). Niðurstöðumar benda til þess að búverktöku og önnur
form samnýtingar dráttarvéla beri að skoða enn frekar en gert hefur verið í ljósi
fenginnar reynslu (m.a. Bjami Guðmundsson og Baldur Helgi Benjamínsson 2000,
Ásmundur Lámsson 2003, Gunnar Sigurðsson 2003). Ennfremur megi kanna hvort
einfaldari og ódýrari tæki geti komið í stað aflmikillar og alhliða dráttarvélar við
dagleg léttaverk, svo sem heyrúlluflutninga og smásnúninga, sem nú virðast allstór
hluti ársnotkunar aflmestu (og dýrastu) dráttarvélanna.
Könnun þessi gefur ekki tölfræðilega ömgga meðalmynd af rekstri dráttarvéla á
íslenskum búum um þessar mundir. Því er rétt að bæta við þessa fmmkönnun með
skipulegri öflun gagna og úrvinnslu þeirra. Hins vegar má með hæfilegri varkámi hafa
niðurstöður fmmkönnunarinnar til hliðsjónar við ráðgjöf og kennslu um
búvélahagfræði, fyrst og fremst með því að draga fram úr henni dæmi um þungvæga
áhrifaþætti heildarkostnaðar við eign og rekstur dráttarvéla.
Heimildir
Ásmundur Lárusson 2003. Breytt rekstrarform fóðuröflunar. Ráðunautafundur 2003. Bls. 149-151.
Bjami Guðmundsson og Baldur Helgi Benjamínsson 2000. Verktaka og samnýting véla í búrekstri.
Ráðunautafundur 2000. Bls. 291-297.
Bjami Guðmundsson 2002. Val dráttarvéla - hentug stærð og hagkvæmni fjárfestingar.
Ráðunautafundur 2002. Bls. 316-318.
Hagþjónusta landbúnaðarins 2003. Niðurstöður búreikninga 2002. Rit 2:2003. 104 bls.
Gunnar Sigurðsson 2003. Gróffóðuröflun á kúabúi. Ráðunautafundur 2003. Bls. 145-148.
Hunt, D., 1995. Farm Power and Machinery Management. (9,h Edition) Iowa State University Press,
Ames. 363 bls.