Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 267
265
Gæðastýring í hrossarækt, landnýting.
Bjami Maronsson, Bjöm Barkarson, Hjalti Þórðarson
Landgrœðsla ríkisins
Yfirlit
Árið 1999 fékk Fagráð í hrossarækt, Landgræðslu ríkisins til samstarfs um að þróa
kerfi til að meta nýtingu beitilands á hrossaræktarbúum. Áhersla var lögð á að móta
einfaldar og skýrar reglur, sem auðvelt væri að vinna eftir. Til gmndvallar landmatinu
var einkum lögð aðferð sem Borgþór Magnússon, plöntuvistfræðingur og
samstarfsfólk hans hefur þróað og lýst er í ritinu “Hrossahagar, aðferð til að meta
ástand lands”. Þessar reglur byggjast á sjónmati á ástandi landsins og greinanlegum
gróður- og rofeinkennum, þ.e. landlæsi. Þessi úttekt á landnýtingu er einn liður í
gæðakerfi hrossaræktar á íslandi.
Aðdragandi landnýtingarþáttar gæðastjórnunar í hrossarækt
Eftir að framleiðslutakmarkanir vom settar á í sauðfjár- og mjólkurframleiðslu um
1980 fjölguðu bændur hrossum mjög og hrossaeign þéttbýlisbúa jókst einnig
umtalsvert. Samkvæmt forðagæsluskýrslum vom árið 1982, 53.649 hross í landinu,
árið 1990 vom þau 71.693 talsins og 73.812 í árslok 2000. Flest vom þau árið 1986,
80.518. Markaðir fyrir lífhross og hrossakjöt reyndust takmarkaðir og fylgdu engan
vegin hrossafjölguninni eftir. Hrossafjölgunin varð til þess að beitarálag jókst
umtalsvert og alvarlegum ofbeitartilfellum fjölgaði. Landgræðsla ríkisins þurfti að
hafa afskipti af æ fleiri ofbeitartilfellum, hestamenn og landnotendur gerðu sé ljóst að
í óefni stefndi ef ekki kæmi til bætt beitarmenning og aukið landlæsi. Landgræðslan
gerði könnun á ástandi hrossahaga á ámnum 1995 og "96, í samráði við ýmsa
hagsmunaaðila. Könnun þessi leiddi í ljós mjög alvarleg ofbeitartilfelli af völdum
hrossa víða um land. (Bjöm Barkarson, 1997). Síðan niðurstöður þessar lágu fyrir
hefur Félag hrossabænda og Fagráð í hrossarækt lagt mikla áherslu á að færa
landnýtingu til betri vegar. Fagráðið kom á fót gæðastýringu í hrossarækt sem tekur til
skýrsluhalds, landnýtingar og heilbrigðiseftirlits á hrossabúum. Landgræðsla ríkisins
tók að sér að þróa þann þátt gæðastýringarkerfisins er lýtur að vistvænni landnýtingu
og jafnframt að annast úttektimar. Fyrstu jarðimar vom metnar eftir þessum reglum
árið 2000.
Viðmiðunarreglur við mat á beitilandi
Tilgangur vistvœnnar landnýtingar á hrossabúum hefur verið skilgreindur þannig:
□ Að tryggja sjálfbæra nýtingu beitilands.
□ Að tryggja velferð hrossa.
□ Þáttur í gæðastjómun í hrossarækt.
Úttektin gildir eingöngu fyrir land sem nýtt er til hrossabeitar. Beitiland og landnýting
er metin eftir ástandsskala Rannsóknastofnunar landbúnaðarins (Rala) og
Landgræðslu ríkisins (Lr.), sem skýrður er í ritinu “Hrossahagar. Aðferð til að meta
ástand lands”. (Borgþór Magnússon o.fl., 1997). Við mat á jarðvegsrofi er einnig
notað ritið “Að lesa landið”. (Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla
ríkisins, 1997). Niðurstaða úttektar lands miðast við ástand þess þegar úttekt fer fram.