Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 269
267
a) -20% eða meira af landinu fer í fl. 3.
b) -5% eða meira af landinu fer í fl. 4, þó aldrei meira en eitt beitarhólf.
c) -Brattlendi fær ekki viðurkenningu fari það í flokk 3.
Sérstök álagssvæði í úthaga s.s. gjafasvæði eða umferðarsvæði þurfa ekki að hafa
áhrif á ástandseinkunn beitarhólfs enda sé það mat úttektaraðila að umfang svæðis sé
innan eðlilegra marka. Þau skulu þó aldrei vera meira en 5% af heildarstærð
úttektareiningar.
Gevmsluhólf. Hér er átt við afmörkuð hólf sem eingöngu eru notuð fyrir
brúkunarhross. Þau geta verið á ræktuðu landi eða úthaga en skulu metin sem sérstök
úttektareining. Þau geta verið allt að 3 ha. að stærð. Þau geta ekki hlotið lakari
einkunn fyrir rofdfla en 3 þó heildareinkunn sé lakari. Geymsluhólf mega ekki vera
staðsett í halla, brattlendi eða rofsæknu landi.
Afréttir. Lr. heldur skrá yfir afréttir, sem úttektarhæfar teljast að mati sérfræðinga
hennar og Rala. Árlega skal ástand þeirra metið af úttektaraðilum.
Úttektargögn og ferli úttektar.
Úttektarþegi sendir Landgræðslu ríkisins skriflega umsókn um úttekt á landi sínu fyrir
1. ágúst ár hvert. Umsókninni þarf að fylgja jarðarkort eða loftmynd af beitilandi
umsækjanda, þar sem stærðir landsins komi fram eða séu mælanlegar. Loftmyndir
þurfa að vera í mælikvarðanum 1:4.000 - 1:8.000. Landamerki og girðingar þurfa að
vera merkt inn á loftmyndir, auk annarra atriða er skipta máli vegna landnýtingar, s.s.
stærð einstakra beitarhólfa. Sé um leiguland að ræða þarf að fylgja vottfestur
leigusamningur. í umsókn þarf að koma fram fjöldi og aldursskipting hrossastofnsins.
Nægjanlegt er að leggja myndgögnin fram við upphafsúttekt en viðbótargögn þarf að
leggja fram verði breytingar á úttektaraðstæðum. Gangi hross úttektarþega óhindruð í
land annarra en úttektarþega, án þess að um formlega leigu sé að ræða, skal það land
einnig metið. Sömu kröfur um myndgögn eru gerðar vegna þess lands auk yfirlýsingar
umráðamanns viðkomandi lands, þar sem fram komi að úttektarþegi hafi beitarleyfi í
landið.
Þeim úttektarþegum, sem ekki fá viðurkenningu á land sitt, skal innan tveggja mánaða
frá úttektardegi, send skrifleg greinargerð um þær úrbætur er þeir þurfa að gera til að
hljóta viðurkenningu á landi sínu.
Hrossaræktandi, sem ekki hefur yfir landi að ráða en er með hross sín í hagagöngu í
landi annarra, getur sótt um úttekt á því landi, enda liggi fyrir sömu gögn og krafist er
við aðra úttekt. Að auki þarf að liggja fyrir skriflegur hagagöngusamningur og leyfi
umráðamanns landsins fyrir úttekt á landinu.
Kostnaður og gjaldskrá
Landgræðslan sér um fjárreiður úttektarstarfsins og leggur fram gjaldskrá sem Fagráð
í hrossarækt samþykkir. Skal hún endurskoðuð árlega. Úttektarþegar bera kostnað af
úttektinni.