Fræðaþing landbúnaðarins - 06.02.2004, Page 270
268
Endurúttekt
Landnotendur þurfa ekki að sækja um endurúttekt en skulu tilkynna Landgræðslu
ríkisins ef þeir hyggjast hætta þátttöku í landnýtingarþætti gæðastýringarinnar.
Endurúttekt annast starfsmaður frá Landgræðslu iíkisins. Hann skal skoða land
úttektarþega, meta ástand þess og bera saman við gögn frá frumúttekt. Ef ástand lands
virðist sambærilegt eða betra en við frumúttekt þarf það ekki frekari skoðunar við.
Astand lands skal gaumgæfa ef úttektarmanni þykir beitarálag í einstökum
beitarhólfum eða jarðarhlutum vera of mikið og ekki samræmast þeim kröfum sem
eru gerðar til úttektarhæfni lands. Landið skal endurmetið af tveimur starfsmönnum
Landgræðslunnar, ef umsjónarmenn úttektarstarfsins telja ástæðu til þess, s.s. ef
niðurstöður síðustu úttektar gefa til kynna að land hafi verið á mörkum þess að hljóta
viðurkenningu eða ef úttektarþegi óskar þess.
Þátttaka í landnýtingarþættinum.
Árið 2000 fóru fyrstu landúttektimar fram. Alls stóðst 21 jörð úttektarkröfur. Árið
2001 bættust við 16 ný bú en 1 hætti þátttöku. Samtals 36 þátttakendur. Árið 2002
vom þátttakendur samtals 37. Sex hættu en sjö ný bú bættust við. Á síðasta ári, 2003,
em þátttakendur alls 40, einn hætti en fjórir nýir bættust í hópinn. Langflestar jarðir
sem hafa verið metnar hafa staðist úttektarkröfur en nokkrar hafa ekki náð settum
viðmiðunarmörkum. Um 4 % af hrossastofni landsmanna er á hrossabúum sem hafa
fengið viðurkenningu fyrir vistvæna landnýtingu. Þátttakan hefur ávallt verið mest í
Skagafjarðarsýslu. Þar em nú 14 hrossabú með viðurkenningu. Næst flest em í
Rangárvallasýslu, 7 talsins. Uttektar- og vinnureglur þær er mótaðar vom í byrjun og
lýst er hér að framan hafa verið notaðar óbreyttar frá upphafi. Nokkmm vonbrigðum
hefur valdið að fjölgun þátttakenda árin 2002 og 2003 skyldi ekki verða meiri. Efla
þarf landnýtingarþátt gæðastýringarinnar og gera hann eftirsóknarverðari fyrir
hrossabændur.
Lokaorð
Ljóst er að gæðastýringin hefur verið Landgræðslunni og hrossabændum dýrmætur
reynslu- og samskiptavettvangur. Margir hrossabændur hafa jafnt og þétt þróað
beitarstýringu á jörðum sínum, aukið uppskem og bætt ásýnd landsins. Þetta verkefni
hefur einnig víða stuðlað að aðgerðum til uppgræðslu og landbóta á hrossabúum.
Hrossabændur geta nýtt sér gæðastýringuna til markaðssóknar fyrir lífhross og bætt
ímynd hrossaræktar sem búgreinar. Starfsfólk Landgræðslunnar, sem unnið hefur að
úttektunum hefur þjálfast í landlæsi og landmati og tengsl milli Landgræðslunnar og
hrossabænda hafa aukist. Mestu skiptir að allir þættir gæðastýringarinnar séu unnir af
fagmennsku og þjóni hagsmunum þátttakenda.
Heimildir
Bjami Maronsson, 2000. Gæðastýring í hrossarækt, landvottun. Freyr 96(13-14): 43-46.
Borgþór Magnússon, Ásrún Elmarsdóttir og Bjöm H. Barkarson, 1997.Hrossahagar, aðferð til að meta
ástand lands. Rannsóknastofnun landbúnaðarins og Landgræðsla ríkisins. 37 bls.
Bjöm H. Barkarson, 1997. Forkönnun á hrossahögum. Ráðunautafundur 1997. 134-138.
Landgræðsla ríkisins, 2000. Gæðastýring í hrossarækt. Landnýting og vottun beitilands. 5 bls.